Mánudagur 10. mars, 2025
4.8 C
Reykjavik

Maður á áttræðisaldri lést í bílsslysinu í Berufirði – Bænastund haldin í Heydalskirkju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haldin verður sérstök kyrrðar- og bænastund í Heydalskirkju í kvöld vegna hins hræðilega bílslyss er varð í Berufirðinum í gærmorgun. Maður á áttræðisaldri lét lífið í slysinu og þrír slösuðust illa.

Heydalakirkja

Fram kemur hjá Austurfrétt að lögreglan sé enn að rannsaka tildrög slyssins en tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust harkalega saman um klukkan 11:30 í gær.

Ekki þurfti aðeins báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar til að fljúga slösuðum til Reykjavíkur, heldur þurfti einnig að notast við tækjabíla til að komast að hinum slösuðu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er enginn hinna slösuðu í lífshættu.

Kyrrðar- og bænastundin hefst klukkan 20:00 í kvöld en það verður beðið fyrir hinum slösuðu og fólk mun hugga hvort annað.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -