Knattspyrnukonan fyrrverandi Sonný Lára Þráinsdóttir hefur sett íbúð sína í Kópavogi til sölu en hún er fallega fjögurra herbergja íbúð á besta stað í bænum.
Sonný var lengi einn af bestu markvörðum landsins og spilaði á sínum tíma sjö landsleiki með Íslandi en hún lagði hanskana á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2020. Síðan þá hefur hún starfað sem mannauðsfulltrúi hjá Orkuveitu Reykjavíkur og RÚV en færði sig nýlega yfir til Toyota á Íslandi.
Íbúð hennar er á fimmtu hæð í lyftuhúsi og er 125 fm að stærð. Inn í þeirri stærð eru þó ekki yfirbyggðar svalir en þær eru 25 fm að stærð. Þá er sérbílastæði í sameiginlegu bílastæðahúsi. Sonný vill fá 91.900.000 krónur fyrir íbúðina og því ljóst að slegist verður um hana.