Það var ýmislegt að gera hjá lögreglu í nótt og greinir hún frá mörgu af því í dagbók sinni sem er hægt að lesa hér fyrir neðan
Tilkynnt var um ökumann sem keyrði á bíl og stakk af. Lögreglan reyndi að hafa upp á viðkomandi en hann fannst ekki. Bílstjóri var tekinn á 116 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80.
Þá var annar á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkið var einnig 80. Skráningarmerki voru fjarlægð af 25 bílum af ýmsum ástæðum. Nokkrir voru teknir fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Þá er mál tveggja slagsmálahunda í rannsókn eftir atvik í umferðinni.