Vopnaðir menn réðust inn á gistiheimili í Pretóríu, höfuðborg Suður-Afríku, í morgun og drápu 11 manns, þar á meðal þriggja ára barn, að sögn lögreglu.
„Ég get staðfest að alls voru 25 manns skotnir,“ sagði talskona lögreglu og bætti við að 14 hefðu verið fluttir á sjúkrahús.
Tíu létust á vettvangi í Saulsville-hverfi, um 18 kílómetrum vestur af miðbæ Pretóríu, og einn til viðbótar lést síðar á sjúkrahúsi, sagði hún.
Þrír árásmenn komu inn í bygginguna um klukkan 4:30 að morgni og skutu á hóp manna sem þar var að drekka.
Einnig létust 12 ára og 16 ára unglingur í árásinni.
„Mjög sorglegt atvik. Lögreglan var ekki látin vita af þessu fyrr en um klukkan sex,“ sagði talskonan.
Ástæða skotárásarinnar er ókunn og hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.
Suður-Afríka glímir við rótgróna glæpastarfsemi og spillingu sem eru knúnar áfram af skipulögðum glæpahópum.
Samkvæmt gögnum lögreglu létust að meðaltali um 63 manns á dag á tímabilinu frá apríl til september.

Komment