Ísland gerði jafntefli við landslið Frakklands í knattspyrnu karla sem fór fram fyrr í kvöld en mætti kalla jafntefli gegn svo sterku liði sigur.
Uppselt var á leikinn en hann var hluti af undankeppni HM.
Frakkar stjórnuðu leiknum meirihluta leiksins en það var Guðlaugur Victor Pálsson sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu Alberts Guðmundssonar eftir góða baráttu í teig Frakka. Ísland hélt hreinu í fyrri hálfleik en á 63 mínútu náðu Frakkar að jafna og er hægt að skrifa það mark mestmegnis á Guðlaug Victor, sem hefði átt að gera betur. Frakkar komust svo yfir á 68 mínútu en Ísland náði að jafna tveimur mínútum síðar eftir skyndisókn. Þar sendi Albert Guðmundsson á Kristian Hlynsson sem skoraði glæsilega.
2-2 jafntefli sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins.
Einkunnir Íslands
Elías Rafn Ólafsson - 8
Mikael Egill Ellertsson - 8
Guðlaugur Victor Pálsson - 6
Sverrir Ingi Ingason - 7
Daníel Leó Grétarsson - 8
Logi Tómasson - 7
Hákon Arnar Haraldsson - 8
Ísak Bergmann Jóhannesson - 8
Sævar Atli Magnússon - 6
Daníel Tristan Guðjohnsen - 7
Albert Guðmundsson - 9 - Maður leiksins
Varamenn:
Brynjólfur Willummsson - 7
Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Kristian Hlynsson - 8
Aðrir spiluðu ekki nóg


Komment