
Maður sem var með skelfilegum hætti dreginn af rafmagnshjóli sínu og barinn af hópi manna 18. apríl síðastliðnum, hefur nú látist. Talið er að árásarmennirnir hafi komið út úr BMW-bifreið í Middlesbrough og rotað manninn.
Lögreglan leitar nú upplýsinga frá almenningi sem gætu hjálpað við rannsókn málsins.
Í tilkynningu frá lögreglu segir:
„Lögregla óskar eftir upplýsingum vegna árásar sem átti sér stað föstudagskvöldið 18. apríl í Middlesbrough. Maðurinn var dreginn af rafmagnshjóli sínu og barinn og skilinn eftir meðvitundarlaus.
Eftir skammvinn veikindi hefur fórnarlambið því miður látist.
Lögregla hvetur vitni eða þá sem kunna að hafa myndbandsupptökur úr dyrasímanum sínum, öryggismyndavélum eða bílmyndavélum til að hafa samband.“
Samkvæmt lögreglunni komu árásarmennirnir úr svartri BMW-bifreið, á Deepdale Avenue, nærri gatnamótum Grassington Road, og réðust á manninn, sem var 48 ára gamall.
Komment