1
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

2
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

3
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

4
Heimur

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili

5
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

6
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

7
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

8
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

9
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

10
Innlent

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“

Til baka

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

Reynir Traustason opnar sig um líkamsárás sem hann varð fyrir

Jón Trausti Reynir
Reynir Traustason og Jón Trausti LútherssonJón Trausti tók Reyni kverkataki á skrifstofu DV.
Mynd: Samsett

Ritstjórinn fyrrverandi Reynir Traustason opnar sig um líkamsárás sem hann varð fyrir meðan hann starfaði á DV á sínum tíma í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eyjan en Reynir ræddi ýmis umdeild mál sem komu upp í samfélaginu á þeim tíma meðan hann var ritstjóri og blaðamaður.

Í viðtalinu lýsir Reynir því þegar Jón Trausti Lúthersson mætti á skrifstofu DV árið 2004 og tók hann kverkataki. Reynir kærði Jón Trausta til lögreglu fyrir árásina og segir ritstjórinn frá því að hann hafi frétt að fé hafi verið sett honum til höfuðs í framhaldinu.

Reynir átti í framhaldi þess samtal við yfirlögregluþjón sem sagði honum að lögreglan gæti ekkert gert en gaf í skyn að Reynir ætti að fá einhvern til berja Jón Trausta. Ritstjórinn setti í samband við mann í undirheiminum sem hann þekkti og bað hann um að skoða þetta mál fyrir sig. Korteri síðar fékk hann símtal um að Jón Trausti yrði ekki aftur með vesen.

„Ég heyrði aldrei meira frá Jóni Trausta og félögum og hann endaði jú með því að fara á Litla-Hraun í tvo mánuði ef ég man rétt. Og síðasta tilraunin þeirra var sú að þeir sátu fyrir mér í Héraðsdómi þegar ég var að koma að bera vitni. Ég hugsaði með mér, hvernig getur þetta gerst í þessu réttarríki að annar sparkaði í mig fyrir, bara fyrir framan konurnar sem eru þarna í búrinu? Þeir ætluðu að hrekja mig í burtu þannig að ég færi ekki að vitna. En auðvitað fór ég og Sveinn Andri varði Jón Trausta. Símon grimmi var dómari þannig að þetta var allt í lagi. Hann sendi gaurinn á Hraunið. Oft eru þessir, þetta eru stór börn. Eins og aumingja Jón Trausti Lútherssonar. Hann var í jakkafötum þarna með bindi og svona fallegur í framan. Maður hugsaði með sér: Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi. Svona fallegt barn. Og ég hef aldrei óttast þessa menn.“

Jón Trausti var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur.

Það var þó ekki eina sem Reynir ræddi í þættinum en hann talaði líka um bókina Fólkið í vitanum sem hann var að gefa út. Hún er samfelld saga vitavarða og fjölskyldna þeirra í Hornbjargsvita í 65 ár og byggir á fjölda viðtala, bréfaskriftum og rituðum útgefnum heimildum um líf og starf í vitanum og nágrenni hans.

Fyrirvari um hagsmuni: Reynir Traustason er einn af liðlega tuttugu eigendum Sameinaða útgáfufélagsins ehf. sem á Mannlíf

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

Atvikið átti sér stað inn á salerni í afmælisveislu
Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna
Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili
Heimur

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi
Innlent

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“
Innlent

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik
Myndband
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis
Innlent

Íslenskur karlmaður myndaði kynfærasvæði konu án samþykkis

Atvikið átti sér stað inn á salerni í afmælisveislu
Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna
Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

Loka auglýsingu