1
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

2
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

3
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

4
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

5
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

6
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

7
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

8
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

9
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

10
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Til baka

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu í tónum

Bergdís man vart eftir sér án þess að vera raulandi en hún hefur nú gefið út glænýja plötu

Bergdís
BergdísTónlistarkonan Bergdís gefur nú út plötu sína Dark Mind
Mynd: Aðsend

Tónlistin getur verið skjól. Hún getur borið sársauka, orðið að rödd þar sem orð duga ekki og veitt von. Í sinni fyrstu plötu leiðir Bergdís, 27 ára íslensk söngkona og lagahöfundur, hlustandann inn í einlægt og persónulegt ferðalag þar sem fegurð fæðist úr myrkrinu.

Frá Danmörku til Íslands og frá rauli til laga

Bergdís fæddist í Danmörku en flutti til Íslands átta ára. Hún man varla eftir tíma þar sem hún var ekki að raula. Tónlistin hefur alltaf verið hluti af henni. Í menntaskóla byrjaði hún að glíma við andlega vanlíðan og þá varð tónlistin meira en áhugamál, hún varð útrás og öryggisnet.

„Tónlist var eitt það helsta sem lét mér líða betur eða gat hjálpað við að koma út ákveðnum hugsunum,“ segir Bergdís.

Platan sem kom óvænt en á réttum tíma

Fyrsta lagið samdi hún árið 2018 og innan við ári síðar hafði hún samið fimm lög til viðbótar. Nokkrum árum síðar, árið 2023, bauð Stefán, náinn fjölskylduvinur sem hefur þekkt hana frá fæðingu, henni að koma í stúdíó sem hann leigir á Granda. Stefán hefur mikla reynslu úr tónlistarnámi og hljómsveitum, og bauð Bergdísi að taka upp öll lögin sem hún hafði samið.

Það sem átti að verða einföld upptaka sex laga breyttist fljótt í stærra ferli. Ný lög urðu til, neisti kviknaði, og úr varð platan ,,Dark Mind’’ og segir Bergdís að Stefán hafi verið henni mikil hvatning og kennt henni margt þegar kemur að tónlist almennt

„Þetta var mjög frelsandi. Þetta var eins og að hverfa alveg inn í tilfinningarnar og hjálpaði mér mikið við að vinna úr þeim,“ segir Bergdís

Platan sjálf er ekki bara tónlist hún er úrvinnsla, spegill tilfinninga og sambland af viðkvæmni og von.

„Ég vona að fólk finni fyrir blöndunni af vonleysi og von“

Einn lagatexti situr djúpt í henni:

„If I say it outloud it becomes the truth, and then there’s no way to hide my ugliness from you.”

Í lögunum má finna þá tilfinningu að vera ósýnilegur í eigin sársauka að enginn taki eftir því þegar maður er að drukkna. En með þessari plötu opnar Bergdís dyr að sínum innsta heimi og skapar tengingu fyrir aðra.

„Ég held að eitt af því sem ég lærði mest við að semja þessa plötu er að fegurð getur átt sér stað jafnvel í myrkrinu.“

Draumurinn: Tónleikar og tilgangur

Nú þegar platan er komin út segir Bergdís að sér líði betur en hún þorði að vona. Draumar hennar eru einfaldir en hjartahlýir. Að halda tónleika, lifa lífinu til fulls og deila tónlistinni með fólki sem finnur sig í henni.

„Draumurinn sem manneskja er bara að finna ánægju og lifa lífinu til hins fyllsta,“ segir Bergdís að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

„Allt fólk með óbrenglaða réttlætiskennd fordæmir kúgunina í Íran - en gleymir ekki kúguninni í Ísrael - sem SES styður.“
Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

Grafa fengin í leitina að Hönnu
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision
Menning

Óvíst hvort Gunna Dís muni lýsa Eurovision

Fjölmiðlakonan hefur þótt frábær í því hlutverki
Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?
Menning

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu
Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis
Myndir
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

Loka auglýsingu