
Að minnsta kosti níu létust og yfir 70 slösuðust, þar af sex börn, þegar rússneskar hersveitir gerðu loftárásir á Kænugarð í nótt, samkvæmt upplýsingum frá úkraínskum yfirvöldum. Kemur þetta fram í frétt RÚV.
Sprengingar heyrðust í höfuðborginni um klukkan eitt í nótt að staðartíma og aftur um þrír tímum síðar. Samkvæmt hernaðaryfirvöldum í Úkraínu voru bæði drónar og eldflaugar notaðar í árásunum.
Árásirnar beindust að lágmarki að fjórum hverfum borgarinnar og urðu meðal annars fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði fyrir barðinu á þeim. Enn stendur yfir leit í rústum og ekki er útilokað að tala látinna og særðra eigi eftir að hækka.
Yfir 40 manns hafa verið fluttir á sjúkrahús, að sögn borgaryfirvalda. Unnið er að því að meta heildartjón og áhrif árásanna.
Andrii Sybiha, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, fordæmdi árásirnar í færslu á samfélagsmiðlum í morgun. Þar sagði hann að þær væru skýr sönnun þess að Rússar hefðu engan áhuga á friði. Hann gagnrýndi einnig nýlegar tillögur Rússa um vopnahlé sem miðuðu að því að festa innlimun Krímskaga í sessi.
Komment