Eins og Mannlíf greindi frá um helgina er leikarinn Mickey Rourke á slæmum stað í lífinu og er orðinn óþekkjanlegur í útliti.
Greint hefur verið frá því að hann eigi í fjárhagserfiðleikum og eigi erfitt með að borga fyrir leigu á húsnæði. Hafa því aðdáendur gripið til þess ráðs að safna peningum fyrir hann í gegnum GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa safnast tæpar 13 milljónir króna fyrir leikarann. Ábyrgðarmaður síðunnar er aðstoðarmaður Kimberly Hines, sem hefur verið umboðsmaður Rourke.
Rourke sló fyrst í gegn sem hjartaknúsari í Hollywood á níunda áratugnum, en hvarf að mestu úr sviðsljósinu á þeim tíunda. Hann sneri þó sterkur til baka á fyrsta áratug 21. aldar og fór með áberandi hlutverk í myndum á borð við Once Upon a Time in Mexico, Sin City og Domino. Fyrir frammistöðu sína í The Wrestler, sem kom út 2008, hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki.
Rourke hefur í gegnum tíðina glímt við fíkniefnavanda og áfengisfíkn.


Komment