1
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

2
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

3
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

4
Innlent

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju

5
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

6
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

7
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

8
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

9
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

10
Innlent

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana

Til baka

Halda „Burning Man” á Snæfellsnesi

Aðstandendur Secret Solstice tilkynna tónlistar- og menningarhátíð á almyrkvanum næsta sumar

Hellissandur
Þjóðgarðsmiðstöðin á HellissandiHátíðin Iceland Eclipse verður frábrugðin Secret Solstice og meira í anda Burning Man.
Mynd: Snæfellsjökullsþjóðgarður

Aðstandendur Secret Solstice hafa tilkynnt um nýja tónlistar- og menningarhátíð næsta sumar undir nafninu Iceland Eclipse. Hátíðin verður haldin í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences, í kringum almyrkvann 12. ágúst. Besta sjónarhornið á almyrkvann mun vera á Vesturlandi, svo hátíðin verður haldin á Hellissandi en búist er við mörgum ferðamönnum á svæðinu á þessum tíma.

Kári Viðarsson frá Hellissandi og Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, ræddu um hátíðina á Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir segja tónlistarhátíðina ólíka Secret Solstice á marga vegu þar sem hún verður ekki rokkhátíð og áhersla verður lögð á menningarhátíðina samhliða. „Fyrir þá sem þekkja, ímyndaðu þér Burning Man á Snæfellsnesi … það verður jógakennsla og hugleiðslutjöld, fyrirlestrar og alls konar vinnustofur.“

Burning Man er alræmd hátíð sem hefur verið haldin árlega á mismunandi stöðum í eyðimörk Bandaríkjanna í nokkra áratugi. Upptök hátíðarinnar var hjá grasrótarlistamönnum í San Fransisco sem komu saman í kringum hugmyndir um sjálfbærni, umburðarlyndi, anarkisma og listræna sköpun. Áratugum seinna hafa skilaboð hátíðarinnar verið útþynnt. Nú flykkjast milljarðamæringar frá Silicone Valley á hátíðina á einkaþotum sínum, svo sem Elon Musk og Mark Zuckerberg. Aðgerðasinnar hafa mótmælt harðlega neikvæðu umhverfisáhrifum hátíðarinnar undanfarin ár og segja rætur hátíðarinnar hafa glatast.

Miðarnir á hátíðina verða hámark 5.000 og búist er við að þeir verði nokkuð dýrir. Dagskrá hátíðarinnar mun fara fram 12.-15. ágúst 2026 og fjölbreytt gistirými verða í boði svo sem tjaldsvæði, húsbílar og gistirými. Að sögn Kára og Jón Bjarna hafa viðtökurnar verið góðar hjá íbúum Hellisands og Snæfellsbæ.

Secret Solstice var haldin í Laugardalnum frá 2014 til 2019. Tónlistarhátíðin var vinsæl en var þó ekki óumdeild. Íbúar í nærumhverfi hátíðarinnar kvörtuðu undan hávaða og fíkniefnamál voru tíð á hátíðinni.

Vinsældir Secret Solstice döluðu þegar í ljós koma að margir listamenn og verktakar hefðu ekki fengið greitt frá Solstice Productions, fyrirtækinu á bak við hátíðina. Fremst var þar bandaríska rokkhljómsveitin Slayer sem stefndi Solstice Productions fyrir að greiða hljómsveitinni ekki fyrir framkomu þeirra á Secret Solstice árið 2018. Solstice Productions varð gjaldþrota árið 2021 með 337 milljónir króna í skuldum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

Barnið var með fjölskyldu sinni í fríi
Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl
Innlent

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy
Heimur

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri
Innlent

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum
Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum

MAST rannsakar málið
Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Loka auglýsingu