
Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins.
Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu samkomulagið utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga.
„Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ sagði Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
„Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu“.
Komment