
Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð af Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna fjársvika.
Í ákærunni er greint frá því að hún sé ákærð fyrir fjársvik með því að hafa á tímabilinu 2. júlí 2020 til og með 20. ágúst 2023, blekkt Velferðarsvið Reykjavíkurborgar með því að sækja um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg og tilgreina í umsóknum sínum að hún væri búsett í Reykjavík og uppfyllti þ.a.l. skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð á meðan hún dvaldist erlendis en með umsóknunum vakti ákærða og hagnýtti sér þá villu starfsmanna Reykjavíkurborgar að hún væri með réttmæta umsókn og uppfyllti skilyrði til greiðslu fjárhagsaðstoðar á fyrrgreindu tímabili en á grundvelli umsóknanna greiddi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákærðu samtals 2.414.639 krónur.
Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Komment