1
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

2
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

3
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

4
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

5
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

6
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

7
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

8
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

9
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

10
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

Til baka

Ákærði í Hafnarfjarðarmálinu segist saklaus af barnaníði

„Ég finn til með barninu og fjölskyldu þess“

Hafnarfjörður
HafnarfjörðurMaðurinn segir saklaus af ódæðinu.
Mynd: Víkingur

Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir húsbrot og kynferðisbrot gegn tíu ára dreng í Hafnarfirði, hafnar ásökunum og segir ákæruna ekki standast þau gögn sem liggi fyrir í málinu. Hann heldur því fram að hann hafi verið í alvarlegu áfengis „blackout-ástandi“ umrætt kvöld en telji sig engu að síður ekki færan um að fremja það brot sem honum er gefið að sök.

Heimildin tók ítarlegt viðtal við foreldra drengsins í október.

Í yfirlýsingu sem maðurinn hefur sent fjölmiðlum segir hann að þögn hans hingað til hafi orðið til þess að dregnar hafi verið ályktanir um sekt hans. Hann segist hafa fallið á bindindi sínu umrætt kvöld og vaknað síðar án minnis um atburði næturinnar, eftir að hafa fundist sofandi heima hjá sér.

Þrátt fyrir þetta ástand segir maðurinn sig ekki hafa í sér að beita barn kynferðisofbeldi og fullyrðir að hann sé saklaus af ákærunni. Hann telur jafnframt að ákæran sé í ósamræmi við málsgögn, þó hann viðurkenni að afleiðingar málsins séu alvarlegar og hafi haft djúpstæð áhrif á líf hans og fjölskyldu.

Maðurinn tekur fram að hann fordæmi allt kynferðisofbeldi gegn börnum og hafi aldrei haft slíkar hvatir. Hann segir ásakanirnar óskiljanlegar og að málið hafi lagt líf hans í rúst. Jafnframt lýsir hann samúð með barninu og fjölskyldu þess vegna ótta og sársauka sem málið hafi valdið.

Hann segir að hann muni aldrei geta afturkallað bakslag sitt í bindindinu en ítrekar að hann beri ekki ábyrgð á þeim brotum sem honum eru gefin að sök. Maðurinn segir sig frá upphafi hafa átt í samstarfi við yfirvöld og að hann hafi leitað sér sérfræðiaðstoðar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Hér má lesa yfirlýsingu hans í heild:

„Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég eigi yfir höfuð að stíga fram með einhver orð í þessu máli. Ég geri það nú af þeirri einföldu ástæðu að þögn mín hefur skapað rými fyrir þá ályktun að ég hafi vísvitandi framið ólýsanlegt brot gegn barni.

Umrætt kvöld féll ég á bindindi mínu og var um nóttina kominn í svokallað blackout-ástand og virðist ekki hafa verið með sjálfum mér enda fannst ég sofandi áfengisdauða í vaskahúsinu heima hjá mér án þess að muna hvernig ég komst þangað.

Þó að ég hafi verið í þessu ástandi þá hef ég það einfaldlega ekki í mér að vera fær um að gera það sem ég er sakaður um og er saklaus af þeirri ákæru. Þá er ákæran sjálf í miklu ósamræmi við gögn málsins að mínu mati. Það breytir þó engu um þá staðreynd að afleiðingarnar eru raunverulegar, alvarlegar og skelfilegar.

Ég vil taka það skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi gegn börnum og hef aldrei haft slíkar hvatir eða hugsanir. Það sem ég er sakaður um að hafa gert er mér sjálfum óskiljanlegt og hefur sett líf mitt og fjölskyldu minnar í rúst. Það eina sem ég veit er að í því húsi sem sagt er að ég hafi farið inn í þessa nótt býr kona sem ég taldi á þessum tímapunkti bestu vinkonu mína. Ég skil að orð mín breyta ekki þeirri upplifun og þeim ótta sem barn og fjölskylda þess bera. Ég finn til með barninu og fjölskyldu þess vegna þess ótta og sársauka sem þau upplifa í dag.

Ég mun aldrei geta afturkallað það að hafa fallið á bindindi mínu, en tek aftur fram að ég er ekki sekur um það sem ég er ákærður fyrir. 

Ég hef frá fyrsta degi verið í samstarfi við yfirvöld og mun halda því áfram. Ég hef jafnframt leitað sérfræðiaðstoðar og er í meðferð til að tryggja að slíkt bakslag endurtaki sig ekki.

Ég skil að þetta mál vekur sterk viðbrögð. Ég bið þó um að málsmeðferð fái að fara sinn lögbundna farveg og að dómur verði ekki kveðinn upp í fjölmiðlum.

Þetta er martröð sem ég mun bera með mér alla ævi. Það eina sem ég get gert er að axla ábyrgð á falli mínu og sýna iðrun í verki.“

Yfirlýsing verjandans

Í yfirlýsingu lögmanns mannsins, Oddgeirs Einarssonar hæstaréttarlögmanns, kemur fram að verjandinn telji umfjöllun um málið hafa verið einhliða og að mikilvæg sjónarmið sem bendi til sakleysis skjólstæðings hans hafi ekki komið fram. Hann segir að ákæran verði að fá úrlausn fyrir dómstólum þar sem öll gögn málsins og sjónarmið beggja aðila verði metin.

Oddgeir bendir jafnframt á að grundvallarregla réttarríkisins gildi enn, þess efnis að maður skuli teljast saklaus uns sekt hans hafi verið sönnuð fyrir dómi, og lýsir trausti á að málið fái hlutlæga og óhlutdræga meðferð fyrir dómstólum.

Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni:

„Ég er verjandi manns sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði síðastliðið haust.

Þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumfjöllun um þetta viðkvæma mál, meðal annars fyrir tilstilli lögreglu og saksóknara, sem hófst löngu áður en dómstólar svo mikið sem byrjuðu að skoða málið hefur skjólstæðingur minn ekki viljað lýsa sinni afstöðu opinberlega hingað til. Það er þó þannig að í allri þeirri umfjöllun hefur algjörlega verið skautað hjá mikilvægum sjónarmiðum sem benda til sakleysis í málinu auk þess að þar eru atriði sem beinlínis eru ekki sannleikanum samkvæm.

Vegna nafn- og myndbirtinga í kjölfar þess að héraðsdómur hafnaði á föstudag kröfu saksóknara um gæsluvarðhald sér skjólstæðingur minn sig knúinn til að upplýsa að hann telji ákæru þá sem hann sætir í málinu í miklu ósamræmi við gögn málsins og að hann sé saklaus af ákæru um að hafa brotið kynferðislega gegn barni.

Úr þessu verður einfaldlega leyst fyrir dómi þar sem öll gögn málsins og sjónarmið beggja aðila, en ekki einungis ákæruvaldsins, koma til skoðunar.  Þrátt fyrir einhliða umfjöllun um málið undanfarna mánuði sem skjólstæðingur minn hefur ekki viljað blanda sér í treystir hann því að dómstólar fjalli um málið af hlutlægni og á óhlutdrægan hátt. Loks er rétt að minna á að sú grundvallarregla réttarríkisins gildir enn að sakborningur skal álitinn saklaus uns sekt er sönnuð.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu
Heimur

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu

Leitin að Hönnu heldur áfram
Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

Ungur mótmælandi í Íran verður tekinn af lífi
Heimur

Ungur mótmælandi í Íran verður tekinn af lífi

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí
Heimur

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu
Myndir
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

„Ég bara missi matarlystina við tilhugsunina“
Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

Ákærði í Hafnarfjarðarmálinu segist saklaus af barnaníði
Innlent

Ákærði í Hafnarfjarðarmálinu segist saklaus af barnaníði

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

Loka auglýsingu