
AkureyriMálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mynd: Wikipedia/Skapti Hallgrímsson
Úkraínskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aðstoða við fjársvik.
Í ákærunni er greint frá því að maðurinn sé sakaður um peningaþvætti og á að hafa, þann 21. júlí 2024, móttekið ávinning af fjársvikum sem framin voru í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook af óþekktum aðila, samtals 3.000.000 kr. á bankareikning sinn frá bankareikningi konu frá Akureyri.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er ákærandi í málinu og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Það hefur verið sett á dagskrá þann 16. mars 2026.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment