
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt um leikmannahópinn sem mun mæta Úkraínu og Frakklandi hérlendis.
Leikirnir fara fram 10. október og 13. október og fyrri leikurinn gegn Úkraínu og sá seinni gegn Frakklandi og eru leikirnir hluti af undankeppni HM.
Athygli vekur að Jóhann Berg Guðmundsson, sem er heill heilsu, er ekki valinn í hópinn en Arnar Gunnlaugsson sagði í viðtali eftir að tilkynnt var um valið að aðrir leikmenn standi honum framar.
Þá var Aron Einar Gunnarsson valinn aftur í landsliðið en hann hefur verið frá vegna meiðsla.
Hópurinn sem valinn var
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 9 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford F.C. – 20 leikir
Anton Ari Einarsson – Breiðablik – 2 leikir
Logi Tómasson – Samsunspor – 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson – Genoa CFC – 23 leikir, 1 mark
Aron Einar Gunnarsson – Al-Gharafa SC – 107 leikir, 5 mörk
Daníel Leó Grétarsson – Sonderjyske Fodbold – 26 leikir
Sverrir Ingi Ingason – Panathinaikos F.C. – 61 leikur, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – AC Horsens – 52 leikir, 4 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia FC – 7 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson – Lech Poznan - 0 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – 1. FC Köln – 37 leikir, 6 mörk
Andri Fannar Baldursson – Kasimpasa S.K. – 10 leikir
Stefán Teitur Þórðarson – Preston North End F.C. – 32 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – ACF Fiorentina – 42 leikir, 11 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson – FC Twente – 6 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 24 leikir, 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason – U. S. Lecce – 20 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – Hertha BSC – 48 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson – Djurgardens IF Fotboll – 35 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – Blackburn Rovers F.C. – 36 leikir, 10 mörk
Brynjólfur Andersen Willumsson – FC Groningen – 3 leikir, 1 mark
Sævar Atli Magnússon – SK Brann – 7 leikir
Daníel Tristan Guðjohnsen – Malmö FF – 2 leikir
Komment