Þingsetningarathöfnin Alþingis fór fram í dag. Hún hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, prédikaði og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem lýsti blessun. Matthías Harðarson dómorganisti stjórnaði Kammerkór Dómkirkjunnar og lék á orgel.
Að guðsþjónustu lokinni var gengið aftur til þinghússins og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, setti Alþingi.
Eftir fundarhlé var þingmönnum úthlutuð sæti og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 útbýtt.












Komment