
Helga Kress, prófessor emeritus er hundóánægð með málþóf stjórnarandstöðunnar. Helga er amma Snorra Mássonar, sem tekur þátt í málþófinu.
Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann hneykslaðist á mælendaskrá í upphafi veiðigjaldaumræðu dagsins á Alþingi. Notar hann kaldhæðnina óspart í færslunni og kallar Ingibjörgu Davíðsdóttur og Jón Pétur Zimsen grínista sem hvíli sig sennilega fram að hádegi.
„Þetta er mælendaskráin í upphafi veiðigjaldaumræðu dagsins. Þið getið farið að hlakka til. Því miður eru helstu grínistarnir fjarri góðu gamni að þessu sinni – bæði Ingibjörg Davíðsdóttir og Jón Pétur Zimsen hvíla að minnsta kosti fram eftir degi – en það má þó líklega treysta því að Þórarinn Ingi Pétursson láti einhver ódauðleg gullkorn falla. Og sorgfull höktandi Vilhjálms Árnasonar er líka alltaf þess virði. Og hver veit nema Jón Pétur og Ingibjörg komi svo til skjalanna þegar líða tekur á kvöld og haldi upp fjörinu fram á nótt?“
Með færslunni birti Illugi lista yfir mælendaskránna en færslan vakti athygli Facebook-vina Illuga. Athygli vekur að amma Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, Helga Kress, skrifar harðorða athugasemd við færslu Illuga þar sem hún hneykslast á stjórnarandstöðunni.
Helga skrifaði: „Þetta er óþolandi. Af hverju í ósköpunum er þetta ekki stoppað? Hver er fyrirstaðan?“
Hér má sjá færslu Illuga:
Komment