
Aron er einn besti handboltamaður allra tíma - og hefur unnið ótrúlegan fjölda af titlum á sínum frábæra ferli sem nú er að ljúka.
Aron varð rétt eftir fermingu lykilmaður í liði FH og snemma varð hann burðarás í íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Hann tók þá ákvörðun að ljúka sínum glæsilega ferli eftir tímabilið sem nú er alveg að renna sitt skeið.
Aron á afar glæsilegan feril að baki; hóf ferilinn hjá FH og spilaði með meistaraflokki frá fimmtán ára aldri þar til hann fór til Þýskalands í atvinnumennsku á nítjánda ári; þar varð Kiel og Alfreð Gíslason fyrir valinu - en Alfreð þjálfaði Aron í þau sex ár sem hann lék með liðinu, frá 2009-2015. Með Kiel hampaði Aron þýska meistaratitilinn fimm sinnum og varð sigurvegari í Meistaradeildinni tvisvar.
Á Ólympíuleikunum í London árið 2012 spilaði Aron stórkostlega og skoraði 37 mörk, gaf 24 stoðsendingar í sex leikjum. Var Aron eðlilega valinn í úrvalslið mótsins.
Eftir að Aron kláraði samning sinn hjá Kiel var förinni heitið til Ungverjalands; þar lék Aron á árunum 2015-2017 - með liði Veszprém. Aron vann úrvalsdeildina í Ungverjalandi tvisvar og ungversku bikarkeppnina einnig tvisvar.
Aron yfirgaf Veszprém árið 2017 og gekk hann þá í raðir stærsta handboltafélags heims - Barcelona á Spáni; var Aron þá níundi dýrasti leikmaðu félagsins. Aron lék með Barcelona á árunum 2017-2021 við frábæran orðstír.
Aron gekk í raðir Aalborg árið 2021 og varð hann danskur meistari árið 2021 - en hann spilaði með liðinu frá 2021-2023.
Eftir þetta var haldið heim á leið í Kaplakrika - á æskuslóðirnar; Aron afrekaði það að verða deildar- og Íslandsmeistari með FH árið 2024.
Aron lék ekki nema eitt tímabil með FHHann stoppaði ekki lengi við hjá FH og taldi sig eiga óklárað verkefni hjá Veszprém í Ungverjalandi, og þar lauk Aron sínum glæsilega ferli
Aron lék alls 148 landsleiki; skorað í þeim 576 mörk; lék Aron í fimm löndum og vann ótrúlega marga stóra titla.
Komment