1
Innlent

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð

2
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

3
Peningar

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi

4
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

5
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

6
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

7
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

8
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

9
Menning

Endalausar sorgir Hauks

10
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

Til baka

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

Hefðu átt að ná betri árangri að hans mati

Aron Pálmarsson
Aron í leik með Íslandi gegn Frakklandi árið 2012 á ÓlympíuleikunumÍsland lenti í 2. sæti á Ólympíuleikunum árið 2008.
Mynd: JAVIER SORIANO / AFP

Aron Pálmarsson er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar en þar fer Aron yfir stærstu sigrana og erfiðustu ósigrana á ferlinum og þar er fyrst og fremst eitt mót sem situr í honum. Það eru Ólympíuleikarnir árið 2012.

„Þetta situr ennþá í mér í dag. Þegar ég lít til baka á landsliðsferilinn þá eru ákveðin vonbrigði þó að við höfum náð þarna þriðja sæti og medalíu 2010, en ég ætlaði mér alltaf að ná í fleiri medalíur. Við vorum í mesta sénsinum frá 2011-2013. Væntingarnar frá þjóðinni voru ekkert brjálaðar fyrir mótið og við sjálfir vorum líka alveg jarðtengdir. En við fundum það og sáum fyrir mótið að við vorum með raunverulegan möguleika á að vinna þetta mót. Fókusinn var rosalegur og það sást alveg í riðlakeppninni þegar við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum okkar. Eftir þá sigra fann maður alveg að væntingarnar hjá íslensku þjóðinni ruku upp. Við unnum riðilinn og mættum svo Ungverjum í átta liða úrslitum, sem voru auðvitað mjög sterkir þó að þeir hafi verið í fjórða sæti í sínum riðli. Ég hef aldrei horft á þennan leik aftur, en í minningunni var þetta mjög jafnt allan tímann, en tilfinningin var alltaf að við myndum svo taka þetta í lokin. En svo klúðrum við víti í blálokin og þeir fara beint upp og skora og svo bara töpum við leiknum og mótið búið. Ég man að ég raunverulega trúði þessu ekki í nokkra daga á eftir,“ segir Aron og heldur áfram.

„Svo gerði það þetta ekki auðveldara að Svíar og Frakkar mættust í úrslitum, hvoru tveggja lið sem við vorum nýbúnir að vinna. Ég mun aldrei horfa á þennan leik og þar af leiðandi aldrei leikgreina þetta neitt nánar. Ég held að enginn í liðinu hafi horft á þennan leik aftur og muni ekki gera. Þegar við hittumst, þá ræðum við þetta aldrei og ef einhver kemur að okkur til að tala um þetta skiptum við bara um umræðuefni. Þetta voru klárlega stærstu vonbrigðin á ferlinum og situr rosalega í manni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Stjórnvöld segja Morgunblaðið stuðla að upplýsingaóreiðu
Innlent

Stjórnvöld segja Morgunblaðið stuðla að upplýsingaóreiðu

„Villandi upplýsingagjöf“
Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp
Heimur

Tveir í lífshættu eftir að bjarndýr réðst á skólahóp

MAST varar við listeriu í taðreyktum silungi og bleikju
Innlent

MAST varar við listeriu í taðreyktum silungi og bleikju

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins
Innlent

Vefveiðar netsvikara í nafni Skattsins

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Maria tekin með tvö kíló af kóki í Leifsstöð

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir
Peningar

Rukka tvöfalt fyrir ávexti sem hafa verið skolaðir

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi
Peningar

Ótrúlegur hagnaður hjá Brimi

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti
Myndband
Heimur

Kennari ársins handtekinn fyrir að berja barn með belti

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum
Pólitík

Miðflokkurinn óskar eftir frambjóðendum

Selja Kjartanshús á Arnarnesi
Myndir
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

Aldraður göngumaður fluttur með þyrlu eftir fall á Tenerife
Heimur

Aldraður göngumaður fluttur með þyrlu eftir fall á Tenerife

Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Íþróttasvæðið félagsins í Safamýri gæti fengið nýtt nafn
Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands
Sport

Ekkert HM eftir klúðursleik Íslands

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Loka auglýsingu