1
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu

2
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

3
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

4
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

5
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

6
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

7
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

8
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

9
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

10
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

Til baka

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

Hefðu átt að ná betri árangri að hans mati

Aron Pálmarsson
Aron í leik með Íslandi gegn Frakklandi árið 2012 á ÓlympíuleikunumÍsland lenti í 2. sæti á Ólympíuleikunum árið 2008.
Mynd: JAVIER SORIANO / AFP

Aron Pálmarsson er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar en þar fer Aron yfir stærstu sigrana og erfiðustu ósigrana á ferlinum og þar er fyrst og fremst eitt mót sem situr í honum. Það eru Ólympíuleikarnir árið 2012.

„Þetta situr ennþá í mér í dag. Þegar ég lít til baka á landsliðsferilinn þá eru ákveðin vonbrigði þó að við höfum náð þarna þriðja sæti og medalíu 2010, en ég ætlaði mér alltaf að ná í fleiri medalíur. Við vorum í mesta sénsinum frá 2011-2013. Væntingarnar frá þjóðinni voru ekkert brjálaðar fyrir mótið og við sjálfir vorum líka alveg jarðtengdir. En við fundum það og sáum fyrir mótið að við vorum með raunverulegan möguleika á að vinna þetta mót. Fókusinn var rosalegur og það sást alveg í riðlakeppninni þegar við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum okkar. Eftir þá sigra fann maður alveg að væntingarnar hjá íslensku þjóðinni ruku upp. Við unnum riðilinn og mættum svo Ungverjum í átta liða úrslitum, sem voru auðvitað mjög sterkir þó að þeir hafi verið í fjórða sæti í sínum riðli. Ég hef aldrei horft á þennan leik aftur, en í minningunni var þetta mjög jafnt allan tímann, en tilfinningin var alltaf að við myndum svo taka þetta í lokin. En svo klúðrum við víti í blálokin og þeir fara beint upp og skora og svo bara töpum við leiknum og mótið búið. Ég man að ég raunverulega trúði þessu ekki í nokkra daga á eftir,“ segir Aron og heldur áfram.

„Svo gerði það þetta ekki auðveldara að Svíar og Frakkar mættust í úrslitum, hvoru tveggja lið sem við vorum nýbúnir að vinna. Ég mun aldrei horfa á þennan leik og þar af leiðandi aldrei leikgreina þetta neitt nánar. Ég held að enginn í liðinu hafi horft á þennan leik aftur og muni ekki gera. Þegar við hittumst, þá ræðum við þetta aldrei og ef einhver kemur að okkur til að tala um þetta skiptum við bara um umræðuefni. Þetta voru klárlega stærstu vonbrigðin á ferlinum og situr rosalega í manni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss
Pólitík

Sjálfstæðismenn vilja minnismerki í stað húss

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja fá minnismerki um Gunnar Gunnarsson í Gunnarsbrekku
Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Nilli vill stýra Þjóðaróperunni
Menning

Nilli vill stýra Þjóðaróperunni

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum
Innlent

Karlmaður tekinn með mikið magn af sterum

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu
Myndir
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði
Sport

Aron segir landsliðsferilinn vonbrigði

Hefðu átt að ná betri árangri að hans mati
„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“
Sport

„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

Mætingin langt undir væntingum
Sport

Mætingin langt undir væntingum

Albert meiddist í stórsigri Íslands
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Loka auglýsingu