
Óskað er eftir konu í klámverkefni í smáauglýsingu í smáforritinu Giggó.
Giggó er smáforrit þar sem hægt er bæði að auglýsa eftir fólki í svokölluð gigg eða tilfallandi verkefni, og setja inn auglýsingu þar sem fólk auglýsir eftir verkefni. Þannig geta til að mynda ljóðskáld, píparar og smiðir auglýst eftir giggi, svo dæmi séu tekin.
Í gær birtist auglýsing í smáforritinu þar sem auglýst var eftir konu yfir átján ára aldri í klámverkefni. Í auglýsingunni kemur fram að launin séu frá 50.000 krónum upp í 100.000 krónur, „jafnvel meira ef óskað er.“
„Hæ, mig vantar leikkonu í klámiðnað þarf að vera 18+ og það verður greitt eftir samkomulagi frá 50k til 100k jafnvel meira ef óskað er.“
Ekki kemur fram hver auglýsir eftir klámleikkonunni, né hvar á landinu giggið færi fram en hægt er að sækja um giggið í smáforritinu.

Komment