
Bænastund var haldin í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ á sunnudag vegna skyndilegs andláts ungs drengs í bænum. Nístandi sorg er í bænum vegna fráfalls drengsins, sem var aðeins 13 ára gamall.
Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hafa brugðist við með því að innleiða mikla sálgæslu fyrir nemendur grunnskólans þar sem drengurinn stundaði nám. Íþróttafélag drengsins hefur sömuleiðis hafið ferli.
Mannlíf hafði samband við bæjarskrifstofuna í Mosfellsbæ, íþróttafélagið sem og Lágafellskirkju. Engin yfirlýsing verður gefin út opinberlega vegna málsins að svo stöddu en áfram verður unnið að því innan samfélagsins að bregðast við eins og hægt er.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Komment