1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

3
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

4
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

5
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

6
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

7
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

8
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

9
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

10
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Til baka

Bandaríska sendiráðið gagnrýnt fyrir áróður

Sendiráðið varar við hryðjuverkahættu ef landamæri eru ekki varin

Bandaríska sendiráðið
Bandaríska sendiráðið á ÍslandiNý herferð sendiráðsins á Facebook varar við hryðjuverkahættu vegna innflytjenda.
Mynd: Víkingur

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur verið gagnrýnt fyrir að deila röð af myndum á Facebook sem varar við hryðjuverkum ef landamæri eru ekki vel varin. Myndirnar vara sérstaklega við hælisleitendum og flóttafólki í Evrópu.

Nýjasta myndin sýnir byssuskot á rúðu veitingastaðar og „Enginn ætti að deyja því að við brugðumst ekki við“ skrifað yfir myndina. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritanir þegar landamæri eru galopin. Ef við viljum vernda fólkið okkar byrjum við á því að setja strengri lög, framfylgja þeim á skilvirkan hátt og taka þátt í alþjóðlegri samvinnu. Enginn er öruggur án öruggra landamæra, og enginn ætti að deyja því að við brugðumst ekki við,“ stendur í textanum sem fylgir þeirri mynd.

Önnur mynd sýnir kertavöku í Þýskalandi og „Stjórnvöld verða að verja fólkið sitt,“ er skrifað í stórum stöfum yfir myndina. Með myndinni fylgir texti um hættuna sem steðjar frá hælisleitendum. „Fjarlægjum strax synjaða hælisleitendur – áður en eitthvað gerist – afganskur maður, sem var synjað um hæli, réðst á tveggja ára barn og fullorðinn einstakling í þýskum almenningsgarði. Vísa átti honum aftur til Afganistan eftir að umsókn hans um alþjóðlega vernd var hafnað. Þetta var ekki skortur á samúð. Þetta var skortur á framfylgd laga. Evrópsk stjórnvöld verða að vernda fólkið sitt,“ skrifar bandaríska sendiráðið.

Viðbrögðin við færslurnar sýna að skilaboðin séu ekki að sannfæra íslenskan almenning. Margar athugasemdirnar við myndirnar gagnrýna skilaboð sendiráðsins harðlega. Þá sérstaklega hafa margir notendur bent á að harðari landamæragæsla virðist ekki verja íbúa Bandaríkjanna frá byssuárásum í sínu heimalandi af hendi heimamanna.

„Og enginn ætti að vera myrtur í skotárásum vegna heimskulegra laga um eignarhald skotvopna, samt gerist það á hverju ári, margoft, í Bandaríkjunum og þið bregðist ekki við. „Samtals 1.159 fórnarlömb fengu banasár í skotárásum í Bandaríkjunum á milli 1982 og 4. september 2024“,“ skrifar Björgvin Pétursson undir einni færslunni.

„Önnur Facebook færlsa sem mun ekki standast tímans tönn…minni áróður, fleiri myndir af diplómötum að njóta Bláa lónsins og hákarls,“ skrifar Burke Brownfeld.

„Í alvöru? Hvaða starfsmaður sendiráðs hefur þörf til að deila áróðri gegn innflytjendum í einu friðsælasta landi heims? Þessi skilaboð eru sorgleg og niðurlægjandi fyrir Bandaríkjamenn út um allan heim,“ skrifar Matthew Haynsen.

Mannlíf hafði samband við bandaríska sendiráðið en fékk engin svör varðandi þessa samfélagsmiðlaherferð. Þá á Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, eftir að skipa nýjan sendiherra í sendiráðið á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

„Ég var punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“
Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

„Ég var punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“
Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Loka auglýsingu