
Hljómsveitin Bastarður er ein fjölmargra sem koma mun fram á SÁTAN tónleikahátíðinni sem fer fram í sumar. Eins og margir vita sló sveitin í gegn árið 2021 með plötunni Satan’s Loss of Son og hafa lögin Afturhalds Kommatittir og Viral Tumor verið í mikilli spilun hjá rokkurum landsins.
SÁTAN er þriggja daga þungarokkshátíð haldin í Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu þungarokkshljómsveitum Íslands hverju sinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. Verður þetta annað árið sem SÁTAN er haldin en að sögn gesta heppnaðist hátíðin í fyrra mjög vel.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá lista yfir hljómsveitir og atriði sem munu koma fram á hátíðinni sem fer fram í byrjun júní.
- Altari
- Bastarður
- Beneath
- Carcass
- Celestial Scourge
- Duft
- Dys
- Forgarður Helvítis
- Forsmán
- Fortíð
- High Parasite
- Miðnótt
- Momentum
- Sinmara
- Skálmöld
- Sororicide
- Taake
- Vader
- Vafurlogi
- The Vintage Caravan
- World Narcosis