Birgir Jóhannsson hefur verið dæmdur fyrir líkamasárás í Héraðsdómi Reykjavíkur en dómurinn var birtur fyrir skömmu síðan.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 15. júní 2024, veist með ofbeldi að tveimur karlmönnum á skemmtistað við Lækjargötu í Reykjavík, og slegið annan með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar undir vinstra auga og blæðingar „lateralt “ í vinstra auga, og slegið hinn með krepptum hnefa í andlitið og ýtt honum með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rak höfuðið í hurðastoppara og hlaut kúpuhvolfsbrot, innankúpublæðingu, yfirborðsáverka og opið sár á hársverði.
Birgir játaði brot sitt og lýsti iðrun sinni fyrir dómi. Hann hafði aldrei áður gerst sekur um refsivert brot.
Hann var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og er dómurinn skilaorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða öðru fórnarlambi sínu 815.650 krónur með vöxtum og málskostnað.

Komment