1
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

2
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

3
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

4
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

5
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

6
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

7
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

8
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

9
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

10
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

Til baka

Birna flutti magnþrungna ræðu á Grímunni

„Börnin á Gaza eru okkar börn og þar er þar sem hjarta mitt slær núna.“

Birna Pétursdóttir
Birna PétursdóttirAustfirska leikkonan styður Palestínu.
Mynd: RÚV-skjáskot

Grímuverðlaunin voru afhent í 23. skiptið í gærkvöldi. Fjölmargar góðar ræður voru haldnar en sú sem vakið hefur hvað mesta athygli er ræða Birnu Pétursdóttur, sem var verðlaunuð fyr­ir best­an leik í aðal­hlut­verki í leikritinu Ung­frú Ísland.

Birna, sem er upprunalega frá Egilsstöðum, hefur jafnt og þétt slegið í gegn síðustu ár og er nú komin í röð fremstu leikkvenna Íslands. Birna, sem er mikill stuðningsmaður Palestínu, var með fallegan keffiyeh-trefil á öxlunum, líkt og leikkonurnar Margrét Vilhjálmsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir, sem afhentu Birnu verðlaunin. Ræðan byrjaði á orðum um konur í heild sinni.

„Takk kærlega fyrir. Ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Birna í upphafi ræðunnar og hélt áfram. „Sérstaklega ekki í þessum stórkostlega hópi kollega minna. Takk Brynhildur, fyrir að fá mig í húsið. Takk Auður fyrir að skrifa þessar stórkostlega fallegu kvenpersónur sem spretta svo fallega upp úr bókinni þinni. Takk Gréta Kristín, mín gamla vinkona, takk fyrir að taka áhættuna á grínleikkonunni fyrir þetta hlutverk. Það var ótrúlega mikill heiður að fá að túlka Ísey, sem er allar konur, alltaf, held ég. Takk dásamlegi leikhópur og takk Filippía fyrir að dreifa töfradufti hvar sem þú kemur.“

Þegar þarna var komið við sögu í ræðu Birnu, beygði hún af þegar hún leit á Ragnheiði og sagði klökk: „Og svo tókst þú orðin úr mínum munni, en mig langar bara að minna ykkur öll á, að börnin á Gaza eru okkar börn og þar er þar sem hjarta mitt slær núna. Og getum við bara plís gert eitthvað í þessu? Ef ég ætla að nota þennan litla platform sem ég hef þá ætla ég að minna okkur á að börnin á Gaza eru okkar börn og okkur ber skylda að gera eitthvað. Takk fyrir mig og mín miklu forréttindi.“

Birna PétursdóttirTilfinningaþrungin ræða Birnu vakti athygli.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Ólöglegar vörur með bótúlíneitri hafi borist til landsins og verið notaðar hér, og lögregla hefur verið upplýst um málið.
Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land
Myndband
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Menning

GKR sussar á fólk
Menning

GKR sussar á fólk

Virðist gera það erlendis að einhverju leyti
Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag
Myndir
Menning

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“
Menning

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari
Menning

Dagur B. steig óvænt á svið sem gestaleikari

Loka auglýsingu