1
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

2
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

3
Landið

Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum

4
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

5
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

6
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

7
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

8
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

9
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

10
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Til baka

Björn Leví hnýtir í stjórnsýslufræðing

„Hérna ætti einhver að lesa stjórnarskrá Íslands.“

Bjorn-Levi-Gunnarsson
Björn Leví GunnarssonÞingmaðurinn fyrrverandi hefur ýmislegt um málið að segja.
Mynd: Píratar

Björn Leví Gunnarsson hnýtir í stjórnsýslufræðinginn Hauk Arnþórsson í nýrri Facebook-færslu.

Fyrrverandi þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ætti að lesa stjórnarskrá Ísland en Haukur heldur því fram að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður alsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslulög með afskiptum sínum af máli Oscars Anders Bocanegra Florez, 17 ára pilts frá Kólumbíu sem sótt hefur um hæli hér við land.

Björn Leví skrifaði:

„Hérna ætti einhver að lesa stjórnarskrá Íslands.
"Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum."
Og eins og allir vita þá er það Alþingi sem er löggjafinn.
Einnig, í lögum um ríkisborgararétt.
"Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum.
Áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skal Útlendingastofnun fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Enn fremur skal Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina".“

Björn Leví útskýrir síðan ferli umsóknar um ríkisborgararétt:

„Umsókn um ríkisborgararétt fer í gegnum útlendingastofnun áður en hún berst til Alþingis. Raunar er það svo að umsækjendur hafa verið hvattir til þess að senda umsókn sína líka beint til þingsins af því að útlendingastofnun skilaði ekki öllum umsóknum til þingsins. En útlendingastofnun er með allar upplýsingar og gögn um allar umsóknir.“

Segir þingmaðurinn að Víðir hafi því ekki gert neitt rangt þegar hann lét Útlendingastofnun vita um mögulega útkomu í máli Oscars.

„Það er því nákvæmlega ekkert að því að þingmaður eða formaður nefndar segi útlendingastofnun um mögulega niðurstöðu í einhverju máli. Það er allt annað mál hvað stofnunin gerir við þær upplýsingar. Þar er það stofnun og/eða ráðherra sem ber ábyrgð á viðkomandi ákvörðun - samkvæmt lögum.“

Að lokum rifjar Björn Leví upp tvö dæmi um slíka ábyrgð. Segir hann þau mál líkari því sem Víðir sé nú sakaður um en merkilegt sé að ekkert hafi orðið úr þeim málum en þá hafi ráðherrarnir verið Sjálfstæðismenn.

„Hér má rifja upp tvö dæmi um slíka ábyrgð. Þar sem fyrrum dómsmálaráðherrar hringdu í útlendingastofnun (í máli Yazan), annars vegar, og hins vegar í lögregluna (út af partý í Covid).
Þau mál eru líkari því sem Víðir er sakaður um, en ekkert varð úr þeim málum, sem er svo sem ágætlega merkilegt. Þá voru þetta ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Víðir er ekki ráðherra með neitt boðvald yfir neinum þarna. Er ekki að brjóta neinn trúnað né í þeirri stöðu að geta haft óeðlileg afskipti af neinu í þessu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Paul Pierce ákærður
Sport

Paul Pierce ákærður

Var um tíma einn besti leikmaður NBA deildarinnar
Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur
Innlent

Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla
Heimur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“
Fólk

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi
Myndband
Heimur

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum
Myndir
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn
Heimur

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

„Íslenskir stjórnmálamenn hafa líka lært leikinn“
„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Loka auglýsingu