1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

4
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

5
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

6
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

7
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

8
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

9
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

10
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Til baka

Björn Leví hnýtir í stjórnsýslufræðing

„Hérna ætti einhver að lesa stjórnarskrá Íslands.“

Bjorn-Levi-Gunnarsson
Björn Leví GunnarssonÞingmaðurinn fyrrverandi hefur ýmislegt um málið að segja.
Mynd: Píratar

Björn Leví Gunnarsson hnýtir í stjórnsýslufræðinginn Hauk Arnþórsson í nýrri Facebook-færslu.

Fyrrverandi þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson segir að Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ætti að lesa stjórnarskrá Ísland en Haukur heldur því fram að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður alsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslulög með afskiptum sínum af máli Oscars Anders Bocanegra Florez, 17 ára pilts frá Kólumbíu sem sótt hefur um hæli hér við land.

Björn Leví skrifaði:

„Hérna ætti einhver að lesa stjórnarskrá Íslands.
"Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum."
Og eins og allir vita þá er það Alþingi sem er löggjafinn.
Einnig, í lögum um ríkisborgararétt.
"Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum.
Áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skal Útlendingastofnun fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Enn fremur skal Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina".“

Björn Leví útskýrir síðan ferli umsóknar um ríkisborgararétt:

„Umsókn um ríkisborgararétt fer í gegnum útlendingastofnun áður en hún berst til Alþingis. Raunar er það svo að umsækjendur hafa verið hvattir til þess að senda umsókn sína líka beint til þingsins af því að útlendingastofnun skilaði ekki öllum umsóknum til þingsins. En útlendingastofnun er með allar upplýsingar og gögn um allar umsóknir.“

Segir þingmaðurinn að Víðir hafi því ekki gert neitt rangt þegar hann lét Útlendingastofnun vita um mögulega útkomu í máli Oscars.

„Það er því nákvæmlega ekkert að því að þingmaður eða formaður nefndar segi útlendingastofnun um mögulega niðurstöðu í einhverju máli. Það er allt annað mál hvað stofnunin gerir við þær upplýsingar. Þar er það stofnun og/eða ráðherra sem ber ábyrgð á viðkomandi ákvörðun - samkvæmt lögum.“

Að lokum rifjar Björn Leví upp tvö dæmi um slíka ábyrgð. Segir hann þau mál líkari því sem Víðir sé nú sakaður um en merkilegt sé að ekkert hafi orðið úr þeim málum en þá hafi ráðherrarnir verið Sjálfstæðismenn.

„Hér má rifja upp tvö dæmi um slíka ábyrgð. Þar sem fyrrum dómsmálaráðherrar hringdu í útlendingastofnun (í máli Yazan), annars vegar, og hins vegar í lögregluna (út af partý í Covid).
Þau mál eru líkari því sem Víðir er sakaður um, en ekkert varð úr þeim málum, sem er svo sem ágætlega merkilegt. Þá voru þetta ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Víðir er ekki ráðherra með neitt boðvald yfir neinum þarna. Er ekki að brjóta neinn trúnað né í þeirri stöðu að geta haft óeðlileg afskipti af neinu í þessu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu