1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

3
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

4
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

5
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

6
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

7
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

8
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

9
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

10
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Til baka

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

„Efast nú um að fólk nenni að fara af hjörunum yfir þessu…“

Suðurpóllinn
Frá SuðurpólnumKannski mörgæsirnar séu Píratar?
Mynd: Mozgova/Shutterstock

Björn Leví Gunnarsson bað fyrrum borgarstjóra, Einar Þorsteinsson um að útskýra fyrir sig brandara sem Einar hafði skrifað á Facebook. Snérist hann um Pírata en Einar starfaði um tíma með flokknum í borginni. Svo virðist sem brandarinn sem Einar setti fram hafi farið öfugt ofan í Björn Leví en líflegar umræður sköpuðust í athugasemdum við færslu Píratans.

Píratinn skrifaði eftirfarandi færslu:

„Hæ Einar Þorsteinsson

Gætir þú útskýrt fyrir mér hvernig það er brandari að fara með borgarstjórnarflokka Samfó og Pírata til Suðurskautslandsins og skilja þá eftir þar?

Ég segi þetta með þeim fyrirvara að ég átta mig á því að það eru örugglega einhverjir sem finnst þetta fyndið. En það þýðir ekki að þetta sé brandari.“

Einar svaraði Birni Leví að bragði og útskýrði brandarann, sem oft er talið drepa brandarann:

„Sæll, þetta var svar við spurningunni “hvern myndirðu taka með þér á suðurpólinn?”

Svarið: Vilborgu Örnu, því hún ratar. Og svo borgarstjórnarflokka Samfylkingar og Pírata því þeir eru svo “pólariserandi” og skilja þá eftir. Stuttu síðar - auðvitað er ég að grínast, þetta er allt gott fólk!

Efast nú um að fólk nenni að fara af hjörunum yfir þessu…“

Björn Leví svaraði Einari:

„Mér fannst þetta áhugavert bara. Það er nefnilega oft sagt "þetta er bara brandari" sem vörn þegar eitthvað óviðeigandi er sagt. Í sjálfsvörn.

Sem kom einmitt þegar hljóðið í viðmælendunum þarna varð pínu vandræðalegt (fannst mér) - áður en þú bættir einmitt við að þetta væri brandari.

Jú, jú. Ég skal alveg trúa því að þetta hafi verið tilraun til brandara. En lélegur var hann að öllu leyti. Þess vegna datt mér í hug að spyrja. Því það er jú þannig með grín, að því að er sagt, að því fylgi jú nokkur alvara.“

Svaraði borgarstjórinn fyrrverandi með eftirfarandi athugasemd: „ég lofa að fara ekki með þau á suðurpólinn.“

Alexandra Bríem, borgarfulltrúi Pírata svaraði Einari og sagðist vilja kíkja á Suðurpólinn.

„Einar, ég myndi nú alveg vilja heimsækja Suðurpólinn sko. En ég veit ekki hvort ég er eins pólaríserandi og af er látið.“

Einar tók upp hanskann fyrir Alexöndru undir annarri athugasemd þar sem ráðist var á persónu hennar en hann sagði: „þetta er ljótt. Þess má geta að Alexandra býr til einna bestu fimmaura sem ég hef heyrt!“

Alexandra skrifaði síðan aðra athugasemd síðar í þræðinum þar sem hún segist trúa útskýringu Einars.

„Sko, ég held að brandarinn um að hafa pólaríserandi fólk á pólunum sé akkúrat þess háttar aulabrandari sem við Einar höfum bæði gaman af og deilum reglulega hvort með öðru. Hvort það sé efnislega sanngjarnt að lýsa mér sem pólaríserandi er kannski önnur spurning, en það virkar alveg í samhengi þess að stilla upp brandaranum.“

„Björn Leví svaraði Alexöndru að lokum: Alexandra Briem - póleríserandi hlutinn flokkast alveg sem brandari. Auðveldlega. Að skilja fólk eftir ... er það sem ég er að velta fyrir mér af hverju er brandari.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Annþór stofnar fyrirtæki
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

Segist hafa snúið við blaðinu
Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Neyðarboð barst frá strætisvagni
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu