1
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

2
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

3
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

4
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

5
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

6
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

7
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

8
Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?

9
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

10
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

Til baka

Björn Leví veltir fyrir sér atkvæðakaupum í Eurovision

„Það þarf ekki meira en nokkrar milljónir“

Bjorn-Levi-Gunnarsson
Björn Leví GunnarssonÞingmaðurinn fyrrverandi veltir fyrir sér svindli í Eurovision.
Mynd: Píratar

Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, vekur athygli á miklum mun á fjölda greiddra atkvæða í Eurovision milli landa, og veltir fyrir sér hvort mögulegt sé að hagræða niðurstöðum keppninnar með atkvæðakaupum.

Í ítarlegri færslu á Facebook setur hann fram tölulegan samanburð sem ýtir undir áleitnar spurningar um gagnsæi og jafnræði í keppninni. Við færsluna birtir hann skjáskot af frétt spænska El País þar sem segir að spænska ríkisútvarpið ætli sér að krefjast þess að sjá tölugögn frá símakosningunni í Eurovision þar í landi. RÚV fjallaði um málið í morgun.

Björn Leví bendir á að samkvæmt opinberum tölum hafi spænska ríkissjónvarpið RTVE fengið alls 142.688 atkvæði í úrslitunum, þar af 7.283 símtöl, 23.840 SMS og 111.565 netatkvæði. Til samanburðar voru greidd aðeins um 14.000 atkvæði frá Spáni í fyrri undanriðli keppninnar, þegar Ísrael tók ekki þátt.

Björn Leví ber þessar tölur saman við Söngvakeppni RÚV á Íslandi, þar sem greidd voru rúmlega 28.000 atkvæði í undankeppni og 198.330 atkvæði í úrslitum. Þar sigraði Hera Björk með 100.835 atkvæðum, á meðan Bashar Murad, palestínski listamaðurinn sem keppti undir íslenskum fána, hlaut 97.495 atkvæði í einvíginu.

Í færslunni bendir Björn Leví á að það þurfi ekki háar fjárhæðir til að hafa áhrif á niðurstöður. Ef þriðjungur spænsku atkvæðanna hafi verið keyptur – um 30.000 atkvæði – gæti það hafa kostað um 4,4 milljónir króna, samkvæmt Birni Leví.

„Segjum að það hafi verið keypt atkvæði fyrir 5 milljónir bara á Spáni.“

Ef slíkt mynstur endurtæki sig í fleiri löndum – og Ísrael fékk 12 stig frá tólf löndum og 10 stig frá sex öðrum, segir Björn, væri kostnaðurinn við umfangsmikil atkvæðakaup vel innan seilingar. Björn bendir á að Ísraelsríki hafi „aðeins meira fjármagn en BBC“, sem borgar rúmlega 50 milljónir króna árlega til að tryggja Bretlandi fast sæti í keppninni.

Hann fullyrðir ekki að svindl hafi átt sér stað en telur eðlilegt að skoða tölurnar nánar. Ísrael hlaut hæstu stig frá meðal annars Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi, löndum með stóran áhorfendahóp og hátt vægi í atkvæðagreiðslu.

Björn bendir á að Ísrael gæti vel haft aðgang að nákvæmum tölum um atkvæðamynstur og beint atkvæðakaupum þangað sem þau skila mestum árangri:

„Já, þetta hljómar eins og samsæriskenning en þetta er bara tilraun til þess að skoða hversu mikið þyrfti til – ef það ætti að kaupa atkvæði.“

Að lokum leggur hann til að allar tölur um atkvæðafjölda frá hverju landi verði gerðar opinberar, ekki aðeins hlutfallsleg stig, svo hægt sé að skoða hugsanleg frávik og auka gagnsæi í keppninni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Trump undirbýr innrás í Mexíkó
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

„Mexíkó vinnur með öðrum, en beygir sig ekki undir neinn“
Fjórir slasaðir eftir lestarslys í Bretlandi
Heimur

Fjórir slasaðir eftir lestarslys í Bretlandi

Æðsti lögfræðingur IDF handtekinn vegna leka sem skók Ísrael
Myndband
Heimur

Æðsti lögfræðingur IDF handtekinn vegna leka sem skók Ísrael

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

RÚV sýknað í meiðyrðamáli
Innlent

RÚV sýknað í meiðyrðamáli

„Enn einu sinni eru þeir mættir, réttlætisriddarar whataboutismans“
Innlent

„Enn einu sinni eru þeir mættir, réttlætisriddarar whataboutismans“

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

Morðmáli Margrétar Löf frestað
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael
Heimur

Bandarískur ofursti: Skýrsla um dauða Abu Akleh var breytt til að hlífa Ísrael

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Menning

Júlí Heiðar og Þórdís eru með þér í liði
Menning

Júlí Heiðar og Þórdís eru með þér í liði

Við erum öll í sama liði
Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“
Menning

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“

Fyrsta málverkasýning Mouhamed Lo fer vel af stað
Myndir
Menning

Fyrsta málverkasýning Mouhamed Lo fer vel af stað

Hátíð hugleiðslu- og heilunartónlistar í fyrsta sinn á Íslandi
Menning

Hátíð hugleiðslu- og heilunartónlistar í fyrsta sinn á Íslandi

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“
Menning

„Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina“

Loka auglýsingu