Í færslu sem Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali setti á samfélagsmiðla fyrr í dag tilkynnir hann að boðað hafi verið til mótmæla á Austurvelli þann 16. ágúst.
Samkvæmt mynd sem fylgir með færslu Sigfúsar eru kröfur fundarins að yfirvöld breyti um stefnu í málefnum hælisleitenda og sterkari landamæri. Samkvæmt Sigfúsi er verið að flytja inn vandamál sem er nóg af fyrir. Meðal vandamála sem fasteignasalinn nefnir eru nauðganir, hnífaárásir, gengjamyndun og yfirgangur.
Sigfús segir að eina leiðin til að koma skilaboðunum áfram til yfirvalda sé að sameinast í fjöldanum.
Þetta verða þriðju mótmælin í sumar sem tengjast hælisleitendastefnu yfirvalda. Sigfús og aðrir sem hafa staðið fyrir mótmælunum hafa verið sakaðir um kynþáttafordóma en hópurinn hefur hafnað slíku.
„Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ sagði Sigfús við Vísi í júní.
Komment