1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

3
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

4
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

5
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

6
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

7
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

8
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

9
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

10
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Til baka

Bryndís viðrar hugmyndir um norrænan her

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn hennar um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar er varða öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður SjálfstæðisflokksinsVill samvinnu er varðar öryggis- og varnarmál Íslands
Mynd: Norrænt samstarf.

Bryndís segir að í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn hennar um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakni upp spurningar er varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs:

„Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið.“

Bryndís segir að þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda:

„Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt,“ segir Bryndís og bætir því við að Ísland hafi því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga er hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála:

„Ég tel það veikleika“ segir Bryndís og nefnir að þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð hafi landið alþjóðlegar skuldbindingar, meðal annars innan NATO, og þá „stöndum við frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu.“

Bryndís er klár á því að þekking og reynsla einstaklinga er hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja geti verið afar dýrmæt, hvort sem um er að ræða stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir:

„Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir.“

Bryndís segist hafa talað lengi „fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda.“

Bryndís segir að slíkt samstarf verði að byggja á ábyrgð og heilindum enda ekki lítið mál, flókið og viðkvæmt, enda hefur Ísland ekki átt her og allt tal um slíkt hefur ekki enn sem komið er náð nokkru flugi. Hins vegar er ástandið víða í heiminum afar óstöðugt vegna stríðsátaka, til dæmis í Úkraínu, á Gaza og svo ástandið á milli Íran annars vegar og Ísrael og Bandaríkjanna hins vegar.

Segir Bryndís að til þess að Ísland „geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá.“

Hún segir að lokum að sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi:

„Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu