1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

3
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

4
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

5
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

6
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

7
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

8
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

9
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

10
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Til baka

Bryndís viðrar hugmyndir um norrænan her

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn hennar um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar er varða öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður SjálfstæðisflokksinsVill samvinnu er varðar öryggis- og varnarmál Íslands
Mynd: Norrænt samstarf.

Bryndís segir að í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn hennar um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakni upp spurningar er varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs:

„Í ljós kemur að íslensk stjórnvöld hafa nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið býr aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur senda gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið.“

Bryndís segir að þegar þeim umsóknum hefur verið komið áfram, fer allt framhald, hvort umsækjandi fær inngöngu og hvaða starfsemi á sér stað eftir það, alfarið fram milli einstaklingsins og viðtökulandsins, án frekari aðkomu eða vitneskju íslenskra stjórnvalda:

„Þá hefur ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt,“ segir Bryndís og bætir því við að Ísland hafi því enga heildstæða yfirsýn yfir þá einstaklinga er hafa aflað sér menntunar og reynslu á sviði öryggis- og varnarmála:

„Ég tel það veikleika“ segir Bryndís og nefnir að þrátt fyrir að Ísland sé herlaus þjóð hafi landið alþjóðlegar skuldbindingar, meðal annars innan NATO, og þá „stöndum við frammi fyrir ört breytilegum öryggisáskorunum á borð við netógnir, náttúruhamfarir, almannavarnir og lofthelgisgæslu.“

Bryndís er klár á því að þekking og reynsla einstaklinga er hafa starfað innan norrænna eða annarra vestrænna herja geti verið afar dýrmæt, hvort sem um er að ræða stefnumótun, viðbúnaði eða samstarfi við aðrar þjóðir:

„Það er einfaldlega ekki skynsamlegt að slíkir einstaklingar séu með engum hætti á ratsjá stjórnvalda eða að upplýsingar um þátttöku þeirra liggi hvergi fyrir.“

Bryndís segist hafa talað lengi „fyrir auknu norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála, og viðrað hugmyndina um norrænan her byggðan á sameiginlegri ábyrgð og samstarfi – í takt við sameiginleg gildi og trausta samvinnu Norðurlanda.“

Bryndís segir að slíkt samstarf verði að byggja á ábyrgð og heilindum enda ekki lítið mál, flókið og viðkvæmt, enda hefur Ísland ekki átt her og allt tal um slíkt hefur ekki enn sem komið er náð nokkru flugi. Hins vegar er ástandið víða í heiminum afar óstöðugt vegna stríðsátaka, til dæmis í Úkraínu, á Gaza og svo ástandið á milli Íran annars vegar og Ísrael og Bandaríkjanna hins vegar.

Segir Bryndís að til þess að Ísland „geti tekið þátt í slíku samstarfi af ábyrgð og heilindum, verðum við að byggja upp eigin þekkingu og nýta þann mannauð sem þegar er til staðar. Skref í rétta átt væri að koma á yfirliti yfir íslenska ríkisborgara sem hafa lokið varnartengdu námi eða starfi erlendis og móta farveg fyrir samráð og tengsl við þá.“

Hún segir að lokum að sú yfirsýn myndi styrkja innlendan mannauð í varnarmálum og treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu öryggissamstarfi:

„Í öryggis- og varnarmálum getum við ekki leyft okkur að vera óupplýst eða óundirbúin.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Grzegorz Kozlowski játaði brot sitt skýlaust og viðurkenndi bótaskyldu.
Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu