Noam Chomsky og Jeffrey EpsteinBandaríski prófessorinn og stjórnmálaaktívistinn Noam Chomsky var einnig myndaður með Epstein.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Nýjar ljósmyndir sem birtar voru í gærkvöldi, daginn fyrir væntanlega birtingu svonefndra Epstein-skjala, sýna hve víðfeðmt tengslanet hins dauða barnaníðingsins og fjárfestis var.
Þekkt andlit á borð við Bill Gates, dálkahöfund New York Times David Brooks og jafnvel tæknistjóra hjá YouTube og Google eru meðal þeirra sem sjást á myndum með Jeffrey Epstein. Myndirnar eru hluti af 68 ljósmyndum sem demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar birtu í gær, kvöldið áður en Donald Trump þarf samkvæmt lögum að standa skil, samkvæmt Epstein Transparency Act og birta skjölin.
Aðrar myndir sem birtar voru í gær bera klámfengnari blæ en á nokkrum þeirra má sjá tilvitnanir úr hinu umdeilda skáldsöguverki Vladimir Nabokov, Lolita, skrifaðar á ýmsa líkamsparta konu. Á einni myndinni er tilvitnunin skrifuð á fæti hennar, á annarri á bringu hennar og á þriðju á hálsi hennar. Á einni myndinni sést Epstein umkringdur stúlkum sem nudda hann.
Þegar myndirnar voru birtar skrifuðu demókratar í eftirlitsnefndinni á X: „Við munum halda áfram að birta ljósmyndir og skjöl til að veita bandarísku þjóðinni gagnsæi. Það er kominn tími fyrir dómsmálaráðuneytið að birta skjölin.“
Skjölin sem búist er við að verði birt í dag gætu innihaldið ítarlegustu yfirsýn til þessa yfir nær tveggja áratuga rannsóknir yfirvalda á kynferðisofbeldi Epstein gegn unglingsstúlkum og konum. Í mörg ár hefur almenningur krafist þess að skjölin verði gerð opinber, og margir vilja vita hvort einhverjir af auðugu og valdamiklu tengiliðum Epstein hafi vitað af, eða jafnvel tekið þátt, í misnotkun hans.
Þann 19. nóvember undirritaði Donald Trump, sem sjálfur hefur verið í tengslum við Epstein, lög sem veittu dómsmálaráðuneytinu 30 daga frest til að birta flest skjöl og samskipti tengd Epstein, þar á meðal upplýsingar um rannsókn á dauða hans í fangelsi. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki tilgreint nákvæman tíma fyrir birtingu skjala, og ótti ríkir um að seinkun eða lokun gæti orðið á síðustu stundu.
Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim ljósmyndum sem birtar voru í dag.
Salar KamangarFyrrverandi forstjóri YouTube, Salar Kamangar, var einnig myndaður á viðburðum Epsteins.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúanefndar Bandaríkjaþings
Sergey BrinSergey Brin, meðstofnandi Google, var á meðal þeirra sem voru myndaðir.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Frá EpsteinTexti úr hinni umdeildu Lolitu, skrifuð á háls stúlku
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
WhatsAppÁ WhatsApp-samskiptum var rætt um stúlku sem er til sölu fyrir 1.000 dollara.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Bill GatesTvær myndir af Bill Gates með konu sem búið var fela andlitið á voru í nýjustu útgáfu Epstein-myndanna.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Bill GatesHin myndin af Bill Gates með dularfullri konu í byggingu Epsteins
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Frá EpsteinEin af nokkrum ljósmyndum sem sýna tilvitnanir úr Lolitu skrifaðar á líkama konu
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Jeffrey EpsteinÞrjár stúlkur voru myndaðar við að nudda barnaníðinginn
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
EpsteinJeffrey Epstein stillir sér upp með lögreglumanni
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
David Blaine og Woody Allen ásamt fleirumTöframaðurinn David Blaine (lengst til vinstri) og Woody Allen (lengst til hægri) voru myndaðir með Epstein.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
David BrooksDavid Brooks, dálkahöfundur New York Times, var meðal þeirra sem voru myndaðir
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Ahmed bin Sulayem og Jeffrey EpsteinEpstein var myndaður að elda með forstjóra DP World, Sultan Ahmed bin Sulayem.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Miroslav Lajčák og Jeffrey EpsteinEpstein með Miroslav Lajčák, fyrrverandi forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Mynd: Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein?
Skrá inn til að kjósa
Komment