Jevgenijs Portnovs hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness en dómur þess efnis var birtur í vikunni.
Hann var ákærður fyrir að hafa, laugardaginn 20. apríl 2024, veist með ofbeldi að konu innandyra í Kópavogi, og slegið hana með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á nefbeini.
Í dómnum kemur fram að hann hafi sagt skipuðum verjanda sínum að hann myndi mæta í réttarhöldin og hafi síðar afboðað sig. Eftir það hafi hann hætt að svara símtölum lögmannsins.
Portnovs var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann greiða fórnarlambi sínu 600.000 krónur með vöxtum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment