1
Innlent

„Að búa um lítið barn í kistu er eitthvað sem skilur eftir sig spor“

2
Innlent

Ég taldi mig þekkja vandann en er samt í sjokki

3
Innlent

MAST varar við vinsælu víni

4
Heimur

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni

5
Innlent

Misindismenn handteknir í Hafnarfirði

6
Innlent

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna

7
Fólk

Wessman nafnið lifir áfram

8
Innlent

Fundu fíkniefni og fjármuni

9
Fólk

Fjölmiðladrottning orðin framkvæmdastjóri

10
Innlent

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi

Til baka

Rekinn úr íslenska landsliðinu en keppir nú fyrir hönd Danmerkur

Hestamaðurinn Jóhann Rúnar Skúlason var dæmdur fyrir að nauðga þrettán ára barni árið 1993. Eftir uppljóstrun var hann rekinn úr íslenska landsliðinu árið 2021, en er snúinn aftur.

Jóhann Rúnar Hauksson
Jóhann Rúnar SkúlasonDæmdur fyrir brot gegn barni og síðar líkamsárás gegn maka.

Heimsmeistarmóti íslenska hestsins lauk í gær, en mótið fór fram í Sviss.

Athygli vakti að Jóhann Rúnar Skúlason var mættur til keppni á nýjan leik, en hann var rekinn úr íslenska landsliðinu þegar upp komst að hann hefði nauðgað þrettán ára stúlkubarni árið 1993.

Skagfirðingurinn Jóhann Rúnar er margverðlaunaður knapi og var til dæmis tilnefndur sem Íþróttamaður ársins árið 2019, en þar hafnaði hann í tólfta sæti. Sem hestamaður hefur hann í raun unnið allt sem hægt er að vinna, valinn knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga; margfaldur heimsmeistari á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.

Einnig hefur hann unnið marga sigra á heims- og Norðurlandamótum og hann hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum íslenska hestsins síðan 1997 og unnið á annan tug heimsmeistaratitla í hestaíþróttum sem og allnokkra Norðurlanda- og Danmerkurmeistaratitla. Jóhann Rúnar er því án efa einn besti knapi Íslandssögunnar.

Eftir að Mannlíf fjallaði um mál Jóhanns Rúnars árið 2021 var honum vikið úr íslenska hestalandsliðinu:

„Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd hafa tekið ákvörðun um að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins.

Jóhann Rúnar hefur lengi verið búsettur í Danmörku og unnið þar í tengslum við hestamennsku.

Hann var sömuleiðis kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku gegn þáverandi eiginkonu sinni og er því á sakaskrá þar í landi sem og á Íslandi.

Þrátt fyrir þessa fortíð er Jóhann Rúnar meðlimur í danska landsliðinu í hestaíþróttum og keppti hann í nokkrum greinum fyrir hönd Danmerkur á heimsmeistaramótinu sem lauk í gær, eins og áður sagði.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Fatima litla skipulagði eigin jarðarför
Myndband
Heimur

Fatima litla skipulagði eigin jarðarför

Game of Thrones-leikarinn Liam Cunningham sagði sögu lítillar stúlku frá Gaza, á blaðamannafundi Sumud-bátaflotann sem brátt siglir til Palestínu
„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“
Sport

„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“

„Maður verður mjög lítið var við löggæslu á vegum“
Fólk

„Maður verður mjög lítið var við löggæslu á vegum“

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi
Innlent

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

MAST varar við vinsælu víni
Innlent

MAST varar við vinsælu víni

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi
Innlent

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“
Menning

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“

Ísraelar hyggjast beita Gretu Thunberg meiri hörku
Heimur

Ísraelar hyggjast beita Gretu Thunberg meiri hörku

Markmiðið að fá yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf þeirra
Innlent

Markmiðið að fá yfirsýn yfir aðstæður barna og þjónustuþörf þeirra

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni
Heimur

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna
Innlent

Útvarpsstjarna yfirgefur Bylgjuna

Framkvæmdastjórahús í Garðabæ til sölu
Fólk

Framkvæmdastjórahús í Garðabæ til sölu

Sport

„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“
Sport

„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ansi ósáttur við umgjörðina og framkomuna sem hans lið fékk er það sótti Stjörnuna heim í Garðabæ
Veigar hársbreidd frá úrslitakeppni á sterkasta ungmennamóti heims í golfi
Sport

Veigar hársbreidd frá úrslitakeppni á sterkasta ungmennamóti heims í golfi

„Fyrirhugaður leikur er staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt“
Sport

„Fyrirhugaður leikur er staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt“

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu
Sport

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu

Rekinn úr íslenska landsliðinu en keppir nú fyrir hönd Danmerkur
Sport

Rekinn úr íslenska landsliðinu en keppir nú fyrir hönd Danmerkur

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Loka auglýsingu