1
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

2
Innlent

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

3
Menning

Gervigreindarmynd af Elly Vilhjálms vekur gremju

4
Fólk

Kristrún og Inga sungu fyrir Þorgerði Katrínu

5
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

6
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

7
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

8
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

9
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

10
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar á konu

Til baka

Rekinn úr íslenska landsliðinu en keppir nú fyrir hönd Danmerkur

Hestamaðurinn Jóhann Rúnar Skúlason var dæmdur fyrir að nauðga þrettán ára barni árið 1993. Eftir uppljóstrun var hann rekinn úr íslenska landsliðinu árið 2021, en er snúinn aftur.

Jóhann Rúnar Hauksson
Jóhann Rúnar SkúlasonDæmdur fyrir brot gegn barni og síðar líkamsárás gegn maka.

Heimsmeistarmóti íslenska hestsins lauk í gær, en mótið fór fram í Sviss.

Athygli vakti að Jóhann Rúnar Skúlason var mættur til keppni á nýjan leik, en hann var rekinn úr íslenska landsliðinu þegar upp komst að hann hefði nauðgað þrettán ára stúlkubarni árið 1993.

Skagfirðingurinn Jóhann Rúnar er margverðlaunaður knapi og var til dæmis tilnefndur sem Íþróttamaður ársins árið 2019, en þar hafnaði hann í tólfta sæti. Sem hestamaður hefur hann í raun unnið allt sem hægt er að vinna, valinn knapi ársins hjá Landssambandi hestamannafélaga; margfaldur heimsmeistari á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.

Einnig hefur hann unnið marga sigra á heims- og Norðurlandamótum og hann hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum íslenska hestsins síðan 1997 og unnið á annan tug heimsmeistaratitla í hestaíþróttum sem og allnokkra Norðurlanda- og Danmerkurmeistaratitla. Jóhann Rúnar er því án efa einn besti knapi Íslandssögunnar.

Eftir að Mannlíf fjallaði um mál Jóhanns Rúnars árið 2021 var honum vikið úr íslenska hestalandsliðinu:

„Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) og landsliðsnefnd hafa tekið ákvörðun um að víkja einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn,“ sagði í yfirlýsingu sambandsins.

Jóhann Rúnar hefur lengi verið búsettur í Danmörku og unnið þar í tengslum við hestamennsku.

Hann var sömuleiðis kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku gegn þáverandi eiginkonu sinni og er því á sakaskrá þar í landi sem og á Íslandi.

Þrátt fyrir þessa fortíð er Jóhann Rúnar meðlimur í danska landsliðinu í hestaíþróttum og keppti hann í nokkrum greinum fyrir hönd Danmerkur á heimsmeistaramótinu sem lauk í gær, eins og áður sagði.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan lýsir eftir Aylin
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum
Myndir
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans
Sport

Rooney gagnrýnir Salah og efast um vinnusiðferði hans

„Hann hefur virst svolítið týndur undanfarið, að mínu mati“
Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig
Myndband
Sport

Liverpool-aðdáandinn svarar fyrir sig

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE
Myndband
Sport

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið
Sport

Frakki hlaut sjötta Ólympíugullið 15 árum eftir mótið

Loka auglýsingu