
Matnum stal hann úr BónusMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Bónus
Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var ákærður fyrir hafa stolið lambalæri og kjötbollum úr Bónus í Skeifunni í Reykjavík og var samanlagt að heildarverðmæti kr. 2.276 krónur en brotið framdi hann í janúar á þessu ári.
Maður mætti ekki fyrir dóm og boðaði ekki forföll en hann hefur verið margdæmdur áður fyrir þjófnað en fyrsta skráða brot sem hann var dæmdur fyrir var árið 2002. Síðast var maðurinn dæmdur fyrir þjófnað í janúar 2024.
Dómurinn er óskilorðsbundinn og leiddi engan sakarkostnað af meðferð málsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment