1
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

2
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

3
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

4
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

5
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

6
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

7
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

8
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

9
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

10
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Til baka

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Samkvæmt dómnum voru fíkniefnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Héraðsdómur Reykjaness
Mynd: Víkingur

Litháískur ríkisborgari var í Héraðsdómi Reykjaness í fyrrdag dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, eftir að hafa flutt kókaín í vökvaformi til landsins í ágóðaskyni.

Maðurinn, Sarunas Juozaponis, játaði sök við þingfestingu málsins og var málið því dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Brotið átti sér stað laugardaginn 22. nóvember 2025, þegar ákærði kom til landsins með flugi frá Lettlandi til Keflavíkurflugvallar. Í farangri hans fundust 3.000 millilítrar af kókaíni í vökvaformi, með styrkleika á bilinu 55–57 prósent, falið í fjórum flöskum.

Samkvæmt dómnum voru fíkniefnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærði samþykkti einnig upptöku á efnunum og gekkst greiðlega við hlut sínum í innflutningnum. Málið var því rekið samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála um játningarmál.

Við ákvörðun refsingar lagði dómurinn meðal annars til grundvallar að ákærði hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, og að ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi fíkniefnanna eða komið að skipulagningu innflutningsins umfram það að samþykkja að flytja efnin gegn greiðslu. Þá var tekið tillit til greiðrar játningar hans fyrir dómi.

Á hinn bóginn þótti ekki unnt að líta fram hjá alvarleika brotsins, þar sem um var að ræða innflutning á kókaíni í vökvaformi til söludreifingar. Með vísan til dómafordæma Hæstaréttar, Landsréttar og Héraðsdóms þótti fangelsisrefsing í þrjú ár og sex mánuði hæfileg.

Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 23. nóvember 2025, að fullri dagatölu.

Dómurinn fól jafnframt í sér upptöku á haldlögðum fíkniefnum og var ákærði dæmdur til að greiða alls 1.566.663 krónur í sakarkostnað, þar af 1.171.704 krónur í þóknun skipaðs verjanda, Kristínar Evu Geirsdóttur, að meðtöldum virðisaukaskatti, auk aksturskostnaðar.

Dóminn kvað upp Jón Stefán Björnsson, aðstoðarmaður dómara.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

„Allt fólk með óbrenglaða réttlætiskennd fordæmir kúgunina í Íran - en gleymir ekki kúguninni í Ísrael - sem SES styður.“
Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál
Pólitík

Kristrún varar við sundrungu í umræðu um innflytjendamál

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

Grafa fengin í leitina að Hönnu
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“
Minning

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“

Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

„Allt fólk með óbrenglaða réttlætiskennd fordæmir kúgunina í Íran - en gleymir ekki kúguninni í Ísrael - sem SES styður.“
Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi
Innlent

Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á kókaíni í vökvaformi

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

Loka auglýsingu