
Daniel Vareika hefur verið dæmdur fyrir nokkur brot en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stuttu síðan
Var hann meðal annars ákærður fyrir að hafa stolið úr Bónus, Reykjavíkur Apóteki og Krónunni.
Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kýlt starfsmann ÁTVR fyrir utan sölustað ÁTVR í Reykjavík með krepptum hnefa í hnakkann, með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut tognun á hálshrygg. Þá sló Daniel starfsmann Reykjavíkur Apóteks einu sinni í vinstri hönd og greip um höfuð hans og hljóp í kjölfarið á brott úr versluninni.
Daniel játaði brot sín en hann hefur verið ítrekað dæmdur fyrir brot síðan 2012. Árið 2023 var hann dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot, líkamsárás, þjófnað, hótun og nytjastuld og lauk afplánun hans á jóladag árið 2024.
Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og er dómurinn óskilorðsbundinn. Þá þarf hann að greiða starfsmanni 400 þúsund krónur í miskabætur.
Komment