
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga er varða líkamsárásir.

Kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðherra að það sé „staðreynd að ofbeldisbrotum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár“ og að mati dómsmálaráðherra er það afar „brýnt að bregðast við þeirri þróun“ og hluti af því sé að „endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga, með það fyrir augum að skerpa á skilum milli ákvæða hegningarlaga um líkamsárásir og þyngja refsimörk.“
Hún segir að í dag megi „skipta hegningarlagaákvæðum í líkamsárás og meiriháttar líkamsárás.“

Kemur fram að hámarksrefsing fyrir líkamsárás sé eins árs fangelsisvist, en fyrir meiriháttar líkamsárás sé „hámarksrefsing 16 ára fangelsi og segja má að „ofbeldi“ sé „meinsemd í íslensku samfélagi“ og við „þurfum að bregðast skýrt við auknum ofbeldisbrotum og að refsingar við slíkum brotum endurspegli alvarleika þeirra,“ segir dómsmálaráðherra. Hún segir einnig að við „sjáum“ sambærilega hluti vera að gerast „á Norðurlöndunum og þar hafa stjórnvöld brugðist við“ og það „eru skýr skilaboð gagnvart þessari þróun að þyngja refsiramma fyrir líkamsárásir.“
Þorbjörg segir að lokum að vegna þessa „hef ég beðið refsiréttarnefnd um að skoða þetta vel og skila mér tillögu til að bregðast við þessari alvarlegu stöðu.“
Komment