1
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

2
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

3
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

4
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

5
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

6
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

7
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

8
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

9
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

10
Innlent

MAST varar við rúsínum

Til baka

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

Leikkonan segir frá tveggja ára baráttu við RÚV.

Dóra Jóhannsdóttir
Dóra JóhannsdóttirÓsátt við að vera ekki nefnd í kreditlista þáttanna Húsó á RÚV.
Mynd: Leiklistarvefurinn

Leikkonan og handritshöfundurinn Dóra Jóhannsdóttir gagnrýnir Ríkisútvarpið harðlega í færslu á Facebook og segir nafn sitt enn og aftur hafa vantað í kreditlista yfir þættina Húsó í sýningu þeirra á RÚV síðastliðinn föstudag klukkan 18, tveimur vikum eftir að hún hlaut Íslensku sjónvarpsverðlaunin fyrir besta handrit sem einn höfunda sömu þáttaraðar, sem hún segir byggða á eigin reynslu.

Dóra segir að á sama tíma hafi Kastljós unnið innslag um nýja framleiðslu hjá sömu framleiðendum. Hún lýsir rúmlega tveggja ára baráttu „fyrir því m.a. að fá það kredit sem ég á rétt á og sanngjarnar greiðslur fyrir vinnu mína.“

Vildi dulnefni

Dóra hafði farið fram á að vera merkt fyrir þáttunum með dulnefninu Hekla Hólm, sem ekki var samþykkt og endaði því með ekkert nafn á kreditlistanum.

„Eftir allt sem á undan er gengið var bæði óraunverulegt og sárt að sjá að nafn mitt eða dulnefni birtist hvergi, hvorki í byrjun né í lok þáttar,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi „viku áður tekið á móti íslensku sjónvarpsverðlaununum fyrir besta handrit.“

Hvað er Húsó?

Húsó er íslensk þáttaröð í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar. Hekla hefur verið inn og út af meðferðarstofnunum frá unglingsaldri. Þegar hún missir forræði yfir dóttur sinni gerir hún tilraun til að halda sig á beinu brautinni með því að skrá sig í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Meðal leikenda eru Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Húsó var frumsýnt á RÚV 4. febrúar í fyrra og verður aðgengilegt til ágúst á næsta ári.

Dóra bendir á að Húsó sé „nær alfarið fjármagnað með opinberu fé í gegnum RÚV og iðnaðarráðuneytið“ og að RÚV hafi verið upplýst um málið „frá upphafi“ án þess að ábyrgð hafi verið tekin, að hennar sögn.

„Ég hef ítrekað sýnt vilja til sátta og lausna, en verulegur lögfræðikostnaður hefur safnast upp við að reyna að leysa málið,“ segir hún og kveður sig enn ekki hafa fengið „sanngjarnar greiðslur né leiðrétt kredit í fjölmiðlum eða erlendum tilnefningum, hvað þá bætur fyrir skaðann.“

Dóra skaut á framleiðslufyrirtækið Glassriver þegar hún tók á móti íslensku sjónvarpsverðlaununum og vitnaði til fyrri ummæla leikstjórans Baldvins Z, sem hafði sagt í umræðu um gervigreindarleikara að þeir færu ekki á túr, áður en hann baðst afsökunar á ummælunum.

„Og svo bara langar mig til að segja sorrý Glassriver. Það er engin afsökun að ég fari á túr, stundum. Takk fyrir mig,“ sagði Dóra í ræðu sinni.

Ekki persónulegar deilur

Í færslunni undirstrikar Dóra að málið snúist ekki um „ósætti né persónulegar deilur“ heldur „vernd höfundaréttar, ábyrgð ríkisstofnana og framleiðenda ríkisstyrktra verkefna.“

„Þetta snýst um virðingu fyrir listamönnum, hugverkum og lögum. Þetta snýst um réttlæti og traust til stofnana sem eiga að gegna ábyrgðarhlutverki gagnvart þjóðinni. Þegar þögnin verndar valdið, er vandinn kerfislægur,“ skrifar hún.

Dóra vísar jafnframt á grein eftir sjálfa sig, „Réttlæti fylgir fjármagni,“ um gjafsókn, höfundarrétt og kerfislægt misrétti, auk greiningar sem hún segir byggða á dagsettum vinnuskjölum og námsefni úr ritlistarnámi sínu við Háskóla Íslands og námskeiðum hjá The Second City. Samkvæmt færslunni er hlekkur á efnið í fyrsta kommenti hjá henni.

RÚV og viðkomandi framleiðendur hafa ekki brugðist við færslu Dóru. Fréttin byggir á umræddri Facebook-færslu leikkonunnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Allt er vænt sem vel er grænt
Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum
Heimur

Trump segist ekki bundinn af alþjóðalögum

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga
Innlent

Viðkvæmir hvattir til að forðast útiveru í Reykjavík næstu daga

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra
Pólitík

Birta lista yfir stuðningsmenn Heiðu borgarstjóra

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela
Innlent

Efling fordæmir hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis
Heimur

Nýjar upplýsingar um skotárás ICE-liðans í Minneapolis

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna
Innlent

Hafnfirðingur ákærður fyrir fíkniefni og fjölda vopna

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni
Heimur

Feðgar fóru í háttinn með kvefeinkenni en létust í svefni

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað
Innlent

Vitgrannur karlmaður lamdi föður sinn ítrekað

„Vandinn er ekki ofbeldið“
Innlent

„Vandinn er ekki ofbeldið“

Skálað í rjúkandi heitu súkkulaði með rjóma
Pólitík

Skálað í rjúkandi heitu súkkulaði með rjóma

Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu
Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu

Tónlist Þorvaldar Gylfasonar við ljóð Kristjáns Hreinssonar flutt á sunnudaginn
Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens
Menning

Gunnar Gunnarsson á lista Daily Mail við hlið Agöthu Christie og Charles Dickens

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis
Myndir
Menning

Atli Þór gefur út aðra plötu í skugga heilaæxlis

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?
Menning

Hvernig fannst þér Áramótaskaupið?

Loka auglýsingu