
Dóra Björg Guðjónsdóttir borgarfulltrúi
Mikið hefur verið rætt um breytingar á listanum stjórnmálaflokka í höfuðborginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hafa flestir oddvitarnir svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvort þeir ætli að halda áfram eða ekki.
Einn stjórnmálamaður sem ekki hefur svarað er Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, en hún hefur verið borgarfulltrúi síðan árið 2018. Svo virðist vera að Dóra muni ekki bjóða sig aftur fram en hún á að hafa sagt sínum nánustu frá því að hún muni líklega ekki halda áfram.
Það skilur eftir tómarúm á toppnum hjá Pírötum en Alexandra Briem er í 2. sæti þar á bæ. Ekki liggur fyrir hvort hún hafi áhuga á oddvitasætinu en sennilega verður hart barist um það innan raða Pírata ...
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment