1
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

2
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

3
Heimur

Drengur sem lögregla taldi látinn reyndist á lífi á sjúkrahúsi

4
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

5
Innlent

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi

6
Heimur

Par fannst látið við grunsamlegar aðstæður á Kanarí

7
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

8
Fólk

Linda Ben opnar fyrir leyndarmálin

9
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

10
Heimur

Skyndilegt andlát Doug LaMalfa veikir stöðu Repúblikana á Bandaríkjaþingi

Til baka

Drengur sem lögregla taldi látinn reyndist á lífi á sjúkrahúsi

Jarðarför hans átti að fara fram á föstudaginn

drengurinn
TJTJ reyndist á lífi eftir allt saman

Lögregla í Englandi greindi frá því að Trevor Wynn, 17 ára piltur, hefði látið lífið í hörmulegu umferðarslysi, en í ljós kom síðar að unglingurinn var á lífi á sjúkrahúsi.

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri sagði að drengurinn hefði dáið skömmu fyrir klukkan þrjú að nóttu 13. desember eftir árekstur í Rotherham. Aðstandendum var tilkynnt að pilturinn, sem gekk undir nafninu TJ og var frá Worksop í Nottinghamskíri, væri látinn.

Síðar kom hins vegar í ljós að um alvarleg mistök höfðu verið að ræða. Yfirvöld áttuðu sig á ruglingnum eftir að drengurinn vaknaði úr dái á sjúkrahúsi og gat sagt læknum nafn sitt og fæðingardag.

Samkvæmt lögreglu var silfurlituð Toyota Corolla á leið frá Dinnington í Suður-Jórvíkurskíri þegar bifreiðin fór út af akbrautinni.

Joshua Johnson, 18 ára, lést í slysinu, auk 17 ára stúlku sem ók bílnum og hefur ekki verið nafngreind. Lögreglan hafði áður talið að Joshua væri í dái á sjúkrahúsi, en síðar kom í ljós að sá sem lá á sjúkrahúsinu var í raun Trevor.

Lögreglan segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram á sunnudag sem leiddu til þess að gripið var til frekari formlegra auðkenningarferla, þar á meðal réttarmeinafræðilegra rannsókna.

Fjölskylda Trevors hafði sett af stað GoFundMe-söfnun þegar þau töldu hann látinn og hafa nú greint frá nýjustu tíðindum þar. Í færslu á söfnunarsíðunni segir meðal annars:

„Við viljum tala um þetta opinskátt og koma heiðarlega fram. Eftir nýjustu staðfestingu hefur komið í ljós að TJ er á lífi. Lögreglan gerði mistök í upphafi og rangur einstaklingur var auðkenndur, og okkur var því ranglega tilkynnt um andlátið. Þetta hefur nú verið leiðrétt og við viljum vera algjörlega gagnsæ gagnvart öllum sem hafa stutt okkur. Áhersla okkar nú er á að hjálpa TJ í batanum og endurhæfingu og styðja fjölskylduna með þann mikla kostnað sem fellur til á þessum afar erfiða tíma.“

Fjölskylda hans segir að unglingurinn hafi gengið í gegnum „alvarlega, lífsbreytandi reynslu“ og að langt bataferli sé fram undan. Þar undir falli lækniskostnaður, endurhæfing, ferðalög, gisting og önnur útgjöld fjölskyldunnar.

Þau bæta við:

„Við skiljum að þessi tíðindi geti komið mörgum í opna skjöldu og þökkum öllum fyrir þolinmæðina, hlýjuna og áframhaldandi stuðninginn. Hver einasta deiling, gjöf og skilaboð hafa sprottið af kærleika, og sá kærleikur er nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“

Útför Trevors átti að fara fram nú á föstudag, þar til í ljós kom að hann væri enn á lífi.

Átján ára maður var handtekinn grunaður um að hafa valdið dauða með hættulegum akstri og 19 ára maður var handtekinn grunaður um að hindra framgang réttvísinnar. Báðir eru lausir gegn tryggingu á meðan rannsókn málsins heldur áfram.

Aðstoðarlögreglustjóri Colin McFarlane sagði í yfirlýsingu:

„Þetta hefur augljóslega komið öllum í opna skjöldu og við gerum okkur grein fyrir því aukna áfalli sem þetta getur valdið. Við styðjum Trevor og allar fjölskyldurnar sem eiga í hlut og höfum kallað til sérhæfðar stofnanir til að veita viðeigandi aðstoð. Ég hef einnig boðist til að hitta foreldra beggja aðila, enda er ljóst að þau hafa margar spurningar, flestar þeirra getum við ekki svarað enn, en við erum staðráðin í að skilja hvernig þetta gat gerst svo slíkt endurtaki sig aldrei.“

Bætti hann við:

„Við höfum tekið þá ákvörðun að vísa málinu til sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar lögreglu (IOPC) til að fara yfir okkar hlutverk í auðkenningarferlinu eftir slysið. Við munum vinna að fullu með þeirri rannsókn og fylgja leiðbeiningum IOPC um næstu skref til að komast að því hvernig þetta gerðist og hvernig tryggja megi að slíkt gerist ekki aftur í framtíðinni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu
Heimur

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein
Heimur

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

„Lygin er ekki bilun í kerfinu, hún er prófsteinn á hollustu“
Innlent

„Lygin er ekki bilun í kerfinu, hún er prófsteinn á hollustu“

Leikari selur í Hafnarfirði
Myndir
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu
Menning

„Söngvar um svífandi fugla“ fluttir í Hörpu

Telur Miðflokkinn ekki trúa á eigin stefnu
Innlent

Telur Miðflokkinn ekki trúa á eigin stefnu

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað
Innlent

Karl og kona rekin úr landi fyrir þjófnað

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana
Myndband
Heimur

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni
Heimur

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni

Heimur

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu
Heimur

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni
Heimur

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein
Heimur

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana
Myndband
Heimur

Cardi B kennir karlmönnum að borða banana

Loka auglýsingu