Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er á fullu líkt og ávallt og nú eru það „haustverkin“ segir hún og bætir því við að nú sé framundan mikil „tiltekt.“
Kristrún bendir á að nú sé rikisstjórn hennar að taka til í kerfinu og markmiðið er að ná betri stjórn á fjármálunum og ýmsu fleira:
„Við erum að laga ríkisfjármálin. En ef það þarf að gera meira hraðar – þá gerum við meira hraðar.“
Kristrún nefnir að „um leið hefjumst við handa við að styrkja öryggi og innviði Íslands“ og segir forsætisráðherra einnig að hana hlakki „til að segja frá þingmálaskrá og fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar í næstu viku.“
Kristrún segir um tiltektina í haust að hún feli í sér markvissa einföldun regluverks og mótun atvinnustefnu fyrir „Ísland, sem við bjóðum til samtals um á opnum fundi núna á fimmtudaginn.“
Komment