1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

4
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

5
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

6
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

7
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

8
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

9
Innlent

Líkamsárás í Laugardal

10
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Til baka

„Efnahagslegur styrkur er forsenda þjóðaröryggis“

Samtök atvinnulífsins sendu á föstudag opið bréf til forystukvenna ríkisstjórnarinnar þar sem lýst var alvarlegri stöðu og áhyggjum í atvinnulífinu

Valkyrjurnar
Samtök atvinnulífsinsSendu bréf til Valkyrjanna í ríkisstjórninni og lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála hér á landi
Mynd: Facebook

Á föstudag sendu Samtök atvinnulífsins opið bréf til forystukvenna ríkisstjórnarinnar, og þar var lýst alvarlegri stöðu sem og áhyggjum í atvinnulífinu hér á landi.

Segir Jón Ólafur Halldórsson formaður SA að „við höfum á síðustu vikum farið vítt og breitt um landið á hringferð SA“ og segir hann að alls staðar þar sem „við höfum komið hefur forystufólk fyrirtækja og sveitarfélaga og aðrir áhyggjur stöðunni og þá ekki síst af þeirri fyrirvaralitlu og tvöföldu hækkun á veiðigjöldum og óljósum áformum um frekari álögur á ferðaþjónustu og orku.“

Hann nefnir að samtökin hafi áhyggjur af þeim breytingum sem felast í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra er varðar víxlverkun örorkulífeyrisgreiðslna og almannatrygginga og „þar er vegið alvarlega að því kerfi sem við höfum byggt upp á löngum tíma og ekki var vitað annað en að mikil sátt ríkti um.“

Jón Ólafur SA

Jón Ólafur segir ennfremur að í bréfi samtakanna til forystukvenna ríkisstjórnarinnar hafi verið ítrekuð sú skoðun samtakanna að eina leiðin til aukinna lífsgæða sé að auka verðmætasköpun:

„Það er einfaldlega mikil hætta á að við séum að veikja samkeppnishæfni okkar helstu útflutningsgreina með óhóflegri skattlagningu.“

Samtök atvinnulífsins telja að mikil lífsgæði hér á landi byggist á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og þá ekki síst öflugum útflutningsgreinum.

Jón Ólafur segir að „vöxtur íslensks atvinnulífs leiðir þannig til bættra lífskjara fyrir landsmenn alla“ og nefnir einnig að „eitt mikilvægasta hagsmunamál íslensks samfélags er að tryggja öruggt og einfalt rekstrarumhverfi fyrir íslensk fyrirtæki“ og er markmiðið að þau séu „samkeppnishæf á tímum sem einkennast af gríðarlegri óvissu í heimsmálunum.“

Hann færir í tal að „þegar útlit er fyrir versnandi horfur í efnahagsmálum, óvissa vex stöðugt og stríð geisa í heiminum“ sé afar mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf „taki höndum saman til að tryggja samkeppnishæfni landsins og áframhaldandi góð lífskjör landsmanna“ og vill Jón Ólafur sækja fram á við og mæta „þeim áskorunum sem við okkur blasa.“

Hann vill meina að „efnahagslegur styrkur er forsenda þjóðaröryggis“ og hann segir að áhersla stjórnvalda hljóti að vera sú „að skapa meiri verðmæti fremur en að auka skattheimtu“ sem hann telur vera „letjandi“ og dragi úr „verðmætasköpun.“

Í bréfinu er beint sjónum að því að íslenskt atvinnulíf hafi sýnt mikla útsjónarsemi og „seiglu þegar áföll hafa dunið yfir“ en að „óvissan sem atvinnulífið býr við vegna átaka á alþjóðasviðinu er næg þótt heimatilbúnar ógnir bætist ekki við.“

Segir einnig að „þegar stjórnvöld ganga jafn hart fram með orðum, aðgerðum og boðuðum lagasetningum og raun ber vitni gagnvart einni atvinnugrein hljóta Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök að bregðast við.“

Að mati Jóns Ólafs getur engin „atvinnugrein lifað við þá óvissu sem felst í óskýrum lagaramma, getur ekki dafnað þegar virkur tekjuskattur er orðinn nálægt 80%, og hlýtur óhjákvæmilega að verða fyrir miklu höggi þegar skattar eru meira en tvöfaldaðir með nánast engum fyrirvara.“

Samtök atvinnulífsins segja að fyrirhugaðar auknar álögur á fleiri útflutningsgreinar, orkufyrirtæki og ferðaþjónustu, geri ekkert nema að auka á óvissuna og þá sé „vegið að sjálfbærni samfélagsins með boðuðum breytingum á okkar einstaka lífeyriskerfi án samráðs við aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðina sjálfa sem getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar“ og að mati Jóns Ólafs er „traust undirstaða framfara“ og að „íslenskt atvinnulíf vill nú sem fyrr eiga samtal við stjórnvöld um framfarir og verðmætasköpun til að efla lífsgæði allra landsmanna.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur
Heimur

Vangaveltur um heilsubrest Pútíns kvikna aftur

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi
Heimur

Tugir ferðamanna féllu í sjóinn þegar tvíbytna sökk í Karíbahafi

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu
Myndband
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík
Innlent

Rúmlega 230 stöðumælasektir á hverjum degi í Reykjavík

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Loka auglýsingu