
Rithöfundurinn, ljóðskáldið og lífskúnstnerinn Elísabet Jökulsdóttir er öllum kunn en hún birti í gær glænýtt ljóð á Facebook sem slegið hefur í gegn. Lagið heitir Ég get ekki og fjallar um þjóðarmorðið sem nú er framið á Gaza.
Hér má lesa ljóðið:
Ég get ekki
Ég get ekki ort um nýburana sjö sem voru myrtir á gjörgæsludeild.
Ég get ekki ort um litlu stelpuna sem fékk stóran brjóstsykur að gjöf
Ég get ekki ort um stelpuna sem réttir fram pottinn í matarúthlutun
Ég get ekki ort um litla strákinn sem kyssti hönd hjálparstarfmanns
Ég get ekki ort um fjölskylduna sem var brennd lifandi inní tjaldi
Ég get ekki ort um strák að gefa hungruðum ketti matinn sinn.
Ég get ekki ort um systkinin níu sem voru myrt af hersveitum
Ég get ekki ort um fólk í húsarústum og einhverstaðar er sófi
Ég get ekki ort um handapatið og tómu pottana í matarúthlutun
Ég get ekki ort um lækna sem eru myrtir við skyldustörf
Ég get ekki ort um sundursprengda barnaskóla
Ég get ekki ort um harmilostnar ömmur og afmynduð andlit þeirra.
Ég get ekki ort um hvítu pokana með barnslíkum í
Ég get ekki ort um beinaberu börnin að deyja úr hungursneyð
Ég get ekki ort um sunduhlutaða líkama í strigaskóm
Ég get ekki ort um unga manninn og innyfli hans
Ég get ekki ort um blaðamennina og raddir þeirra
Komment