1
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

2
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

3
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

4
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

5
Innlent

Veðurhorfur næstu daga

6
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

7
Innlent

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt

Til baka

Eggert hrækti á lögreglumann og bauðst til að skyrpa á annan

„Fuck you maður,“ sagði Eggert við lögreglumennina við handtöku

Cafe Petite
Eggert Arnar var að skemmta sér á Cafe PetiteÞótti hafa sýnt lögreglumönnum ógnandi hegðun var handtekinn í kjölfarið
Mynd: Veitingageirinn

Eggert Arnar Magnússon hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Eggert var dæmdur fyrir að hrækja á lögreglumann og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Í dómnum kemur fram að lögreglumenn hafi þurft að hafa afskipti af Eggerti þegar hann var að skemmta sér á Cafe Petite í Reykjanesbæ sumarið 2023. Þeir hafi verið beðnir að vísa Eggerti út af staðnum en samkvæmt lögreglunni lét hann öllum illum látum en fór að lokum. Hins vegar hafi hann snúið aftur á vettvang þegar lögreglan var að yfirgefa svæðið

Lögreglan endurtók skipun sína um að Eggert ætti að yfirgefa svæðið en hann var ekki til í það og sýndi ógnandi hegðun að sögn lögreglumanna. Hann var í kjölfarið handtekinn og hrækti á lögreglumann þegar hann var að festa sætisól hans.

Eggert neitaði sök fyrir dómi þrátt fyrir að upptaka úr búkmyndavél væri spiluð fyrir hann þar sem Eggert heyrist segja „Ég hrækti á þig“ og hrákuhljóð. Eggert telur að mögulega hafi hrákuhljóðið komið frá fólki utan bílsins. Hann sagðist einnig ekki vera fær í íslensku sökum þess að hafa búið í Svíþjóð meirihluta ævi sinnar og hann hafi verið að bulla eitthvað. Mögulega hafi hann ætlað að segja „ég get hrækt á þig“.

Í dómnum er sagt að á upptökunni megi sjá ákærða snúa líkama sínum til hægri að lögreglumanni A sem beygir sig að honum. Megi þá heyra ótvírætt hrákahljóð frá ákærða og lögreglumann segja „æ“. Í kjölfarið heyrist lögreglumaður B segja ákærða að hrækja ekki á þá og sést hrákagríma sett á ákærða. Heyrist þá ákærði segja „aðeins meira til vinstri af því að ég hrækti á þig, sko“. Skömmu síðar megi heyra lögreglumann B segja í talstöð að „hann“ sé kominn inn í bíl með hrákagrímu, „hann hafi hrækt á [A]. Síðar megi heyra lögreglumann segja við ákærða að hann hafi hrækt á lögreglumann og ákærða svara „eiiii gerði það, fuck you maður, ég hræki á þig líka ef þú vilt það“.

Eins og áður segir var Eggert fundinn sekur og dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og þarf að greiða sakarkostnað upp á 569.440 krónur

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

Það er allt að gerast mjög hratt er kemur að gervigreind og við Íslendingar erum farnir í þeim efnum að ná mjög góðum árangri
Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt
Innlent

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Myndband náðist af glæfralegum akstri túrista á Suðurlandi
Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Loka auglýsingu