
Pizzan ehf. tapaði 55,7 milljónum á síðasta ári og er það framför frá 2023 en þá tapaði félagið 130 milljónum króna en Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Ólafur Friðrik Ólafsson, eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur, er eini eigandi fyrirtækisins en það hefur verið rekið með tapi síðan hann keypti það. Minnst var tapið árið 2017 en þá tapaði það 54,9 milljónum króna. Eignir Pizzunnar námu 121 milljón króna í árslok 2024.
Ólafur Friðrik er sonur Ólafs Björnssonar, eina eiganda heildsölunnar Innnes og fjárfestis en Innnes flytur inn og selur flest þau hráefni sem Pizzan þarf í sína framleiðslu.
Ólafur giftist Jóhönnu Guðrúnu söngkonu í sumar og gerðu þau kaupmála.
Hjónin voru par í nokkur ár á menntaskólaárum en þau byrjuðu aftur saman árið 2021 en í millitíðinni eignaðist Jóhanna tvö börn með þáverandi maka sínum. Ólafur og Jóhanna eiga saman eina dóttur.

Komment