
Jóhann Berg snýr afturOrri Steinn og Albert missa af leikjunum
Mynd: KSÍ
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt um nýjan landsliðshóp en Íslandi mætir Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttuleikjum í júní.
Athygli vekur að Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur en hann hefur ekki spilað landsleik síðan í júní 2023. Hörður hefur verið mikið meiddur á þeim tíma. Þá er Orri Steinn Óskarsson ekki með vegna meiðsla og Albert Guðmundsson ekki heldur. Jóhann Berg Guðmundsson fær aftur sæti í hópnum en hann missti af síðustu leikjum vegna meiðsla.
Fyrri leikurinn verður á móti Skotlandi 6. júní og sá seinni 10. júní á móti Norður-Írlandi. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Hópur Íslands
- Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
- Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 19 leikir
- Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
- Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 48 leikir, 2 mörk
- Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
- Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa - 106 leikir, 5 mörk
- Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 57 leikir, 3 mörk
- Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 22 leikir
- Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos F.C. - 49 leikir, 2 mörk
- Logi Tómasson - Stromsgodset - 9 leikir, 1 mark
- Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 20 leikir, 1 mark
- Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 33 leikir, 4 mörk
- Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 65 leikir, 6 mörk
- Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 18 leikir, 2 mörk
- Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 28 leikir, 1 mark
- Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk
- Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah - 99 leikir, 8 mörk
- Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 3 leikir
- Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 16 leikir
- Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 44 leikir, 6 mörk
- Arnór Sigurðsson - Malmö FF - 34 leikir, 2 mörk
- Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 20 leikir, 3 mörk
- Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 32 leikir, 8 mörk
- Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 39 leikir, 10 mörk
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment