1
Peningar

Vel gengur hjá margföldum Íslandsmeistara

2
Heimur

Flugvél á leið til Tenerife þurfti að nauðlenda

3
Peningar

Tveir asnar boða til fundar

4
Innlent

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru

5
Innlent

Fordómar, meint brot Gylfa Sig og spilling

6
Heimur

Móðir og tvö börn létust í eldsvoða á annan í jólum

7
Pólitík

„Það er merkilegt hvað Miðflokkurinn ber litla virðingu fyrir eignarétti listamanna“

8
Fólk

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu

9
Fólk

Hafþór Freyr er Manneskja ársins

10
Heimur

Stúlkan sem hvarf í Svíþjóð fannst myrt

Til baka

Eiríkur gagnrýnir Morgunblaðið fyrir „kvartsannleik“ um lífeyrisþega

„En það hentar ekki Morgunblaðinu að vekja athygli á þessu“

Eiríkur Rögnvaldsson
Eiríkur RögnvaldssonUppgjafaprófessorinn lætur Moggann hafa það óþvegið
Mynd: Facebook

Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor, gagnrýnir Morgunblaðið harðlega fyrir framsetningu blaðsins á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Í færslu á Facebook segir hann Morgunblaðið halda áfram að segja „kvartsannleika“ um lífeyrisþega og bendir á að nýleg frétt blaðsins dragi upp villandi mynd af þróun mála.

Í frétt Morgunblaðsins er meðal annars haft eftir tölum að „Hlutfall örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega með íslenskan bakgrunn hefur hækkað úr 13 í 18% frá árinu 2012. [...] Sérstaklega hefur fjöldi þeirra sem fá endurhæfingarlífeyri vaxið hratt [...].“

Eiríkur bendir á að þessari umfjöllun fylgi stór mynd af Ingu Sæland, þótt hún hafi aðeins verið ráðherra í eitt ár af þeim tímabili sem vísað er til. Að hans mati sé myndaval og framsetning sniðin til að vekja ákveðin hughrif hjá lesendum.

„Svo er auðvitað bent á að fjölgunin sé nærri sexföld hjá erlendum ríkisborgurum án þess að nefnt sé að fjöldi þeirra hefur fjórfaldast á tímabilinu, og fréttinni fylgir stór mynd af Ingu Sæland sem hefur þó ekki verið ráðherra nema eitt ár af því tímabili sem um ræðir. Allt til að vekja ákveðin hughrif hjá lesendum í garð innflytjenda og ríkisstjórnarinnar.“

Hann segir jafnframt að Morgunblaðið láti hjá líða að greina frá upplýsingum í svari félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til fjárlaga- og greiningardeildar Alþingis. Þar segir meðal annars:

„Það liggur fyrir að þeim sem fá greiddan örorkulífeyri hefur fjölgað sem hlutfall af mannfjölda síðasta áratuginn. Dregið hefur úr þessari þróun undanfarin ár og hefur nýgengi örorku lækkað. Þessa þróun er talið að megi fyrst og fremst rekja til fjölgunar þeirra sem láta reyna á starfsendurhæfingu áður en kemur til örorkumats. Vísbendingar eru um að þessi þróun hafi haldið áfram.“

Eiríkur segir skýrt að þessi þróun sé jákvæð og til hagsbóta fyrir skattgreiðendur: fólk fari í endurhæfingu og fái tímabundinn endurhæfingarlífeyri í stað þess að fara beint á varanlegan örorkulífeyri.

„En það hentar ekki Morgunblaðinu að vekja athygli á þessu,“ skrifar hann að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hafþór Freyr er Manneskja ársins
Fólk

Hafþór Freyr er Manneskja ársins

„Hann er ljúfur strákur og yfirvegaður og mjög þolinmóður“
Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda
Landið

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda

„Kópavogur hefur aldrei verið talinn neitt venjulegur“
Fólk

„Kópavogur hefur aldrei verið talinn neitt venjulegur“

Flugvél á leið til Tenerife þurfti að nauðlenda
Heimur

Flugvél á leið til Tenerife þurfti að nauðlenda

Rússi játaði ást sína á Ebbu í rútuferð í Bandaríkjunum
Fólk

Rússi játaði ást sína á Ebbu í rútuferð í Bandaríkjunum

Grunaður um að brjóta barnaverndarlög
Innlent

Grunaður um að brjóta barnaverndarlög

Sextán heimsfræg sem kvöddu á árinu
Heimur

Sextán heimsfræg sem kvöddu á árinu

Verkefnastjórinn Josie sofnaði undir stýri
Fólk

Verkefnastjórinn Josie sofnaði undir stýri

Móðir og tvö börn létust í eldsvoða á annan í jólum
Heimur

Móðir og tvö börn létust í eldsvoða á annan í jólum

Vel gengur hjá margföldum Íslandsmeistara
Peningar

Vel gengur hjá margföldum Íslandsmeistara

Innlent

Eiríkur gagnrýnir Morgunblaðið fyrir „kvartsannleik“ um lífeyrisþega
Innlent

Eiríkur gagnrýnir Morgunblaðið fyrir „kvartsannleik“ um lífeyrisþega

„En það hentar ekki Morgunblaðinu að vekja athygli á þessu“
Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru
Innlent

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru

Grunaður um að brjóta barnaverndarlög
Innlent

Grunaður um að brjóta barnaverndarlög

Óska eftir að fólk hræði ekki dýr með flugeldum
Innlent

Óska eftir að fólk hræði ekki dýr með flugeldum

Fordómar, meint brot Gylfa Sig og spilling
Innlent

Fordómar, meint brot Gylfa Sig og spilling

Loka auglýsingu