
Athafnamaðurinn Eldur Ólafsson, sem stofnaði námufyrirtækið Amoroq á Grænlandi, segist sjá „eintóm tækifæri“ eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti jók hótanir sínar um að taka yfir Grænland, jafnvel með hervaldi.
Þá hefur hann dregið Ísland inn í málið og talar um það í viðtölum við bandaríska fjölmiðla að til að athafna sig á Austur-Grænlandi þurfi að gera það frá Íslandi. „Fyrir varnir, jarðmálma og innviði þurfa bæði þessi lönd að vinna saman,“ sagði hann við cnbc. Hann færir fókusinn enn meira á Ísland og segir skipta máli að skip hafi verið tekið út af ströndum Íslands og að bandaríski herinn hafi farið 2006, en nú sé allt að breytast.
Það gætu verið vondar fréttir fyrir Íslendinga að lenda í sigti hins árásargjarna Trumps, rétt eins og fyrir Grænlendinga sem gætu misst stjórn á eigin auðlindum verði þeir teknir með valdi. Góðu fréttirnar fyrir Eld er að fjárfesting flætt inn í námufyrirtækið Amoroq, sem hefur tekið kipp í kauphöllinni eftir að hótanir Trumps mögnuðst upp. Amoroq hefur hækkað um 7% í vikunni og 15% síðasta mánuðinn.
Hættan er að sölumennska Elds leiði til þess að Trump ákveði að þiggja ekki bara fingurinn heldur taka allan handlegginn ...
Komment