Sjúkrabílar fóru í 89 verkefni á höfuðborgarsvæðinu og voru 20 af þeim í forgangi en frá þessu er greint í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Þá segir einnig að dælubílarnir hafi farið í níu verkefni sem m.a. voru tengd flugeldum og brennum sem komin var tími á að slökkva í. Eitt útkall kom í nótt þar sem eldur kom upp í bíl en slökkviliðið var fljótt að bregðast við og slökkva í honum.
„Mynd dagsinns er tekin af sjóvarpsskjá (þessvegna eru gæðin ekki góð) en á þennan skjá getum við fengið myndir í beinni útsendingu frá dælubílunum okkar þegar þeir eru í verkefnum,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment